Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 30. maí 2025 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Gargað á Cecilíu í miðju viðtali - „Mér heyrist þetta vera Íslendingar"
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega svekkjandi að fá bara eitt stig úr þessu. Mér fannst við eiga skilið þrjú stig," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Mér fannst við ótrúlega flottar í þessum leik, unnum návígin og vörðumst ótrúlega vel. Við þorðum að spila í gegnum miðju. Í seinni hálfleik hættum við því svolítið en það er eðlilegt þegar við erum 1-0 yfir og ætlum að klára leikinn. Það er svekkjandi að við náðum því ekki."

Lestu um leikinn: Noregur 1 -  1 Ísland

Cecilía átti virkilega góðan leik í marki Íslands, mögulega hennar besti landsleikur.

„Já, ég var nokkuð sátt með frammistöðuna. Mér fannst ég spila vel en það er alltaf leiðinlegt að fá á sig mark."

Í viðtalinu var gargað á Cecilíu út um hurðina fyrir utan leikvanginn. Þar voru mættir íslenskir aðdáendur sem vildu fá treyjuna hennar. „I love you," má heyra öskrað í viðtalinu.

„Mér heyrist þetta vera Íslendingar," sagði Cecilía og brosti.

„Ég var bara 100 prósent viss um að við myndum landa þessu. Við vorum að verjast vel og vorum að loka á þær. Þess vegna er ótrúlega svekkjandi að fá á sig þetta mark. Ég hafði trú á því að við myndum vinna þennan leik," sagði markvörðurinn öflugi sem hefur trú á því að sigurinn detti á þriðjudaginn gegn Frakklandi á heimavelli.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir