Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   lau 31. maí 2025 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Hrannar rekinn frá Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli Hrannar Kristjánsson er ekki lengur þjálfari Leiknis. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu félagsins í dag.

Hann fékk sparkið eftir erfiða byrjun á tímabilinu og síðasti naglinn í kistuna var stórt tap gegn Grindavík á heimavelli í gærkvöldi.

Grindavík komst í 0-6 í leiknum en Leiknir klóraði í bakkann í restina. Þetta var annar leikurinn í röð sem Leiknir tapar og fær á sig sex mörk.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  6 Grindavík

Liðið er á botni Lengjudeildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki. Markatala liðsins er 4:18. Óli Hrannar, sem er fyrrum fyrirliði Leiknis, tók við liðinu nokkuð snemma móts á síðasta tímabili eftir að Vigfús Arnar Jósepsson hætti í starfi sínu.

Tilkynning Leiknis
Íþróttafélagið Leiknir hefur tekið þá ákvörðun að slíta samstarfi við Ólaf Hrannar Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks.

Þessi ákvörðun er mjög þungbær. Óli er mikill Leiknismaður og honum er þakkað góð störf eftir að hafa tekið við liðinu í erfiðri stöðu á síðasta ári.

Félagið tilkynnir um frekari fréttir af þjálfaramálum þegar þau mál skýrast.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner
banner