Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 30. maí 2025 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3-0 yfir en samt hundleiðinlegur hálfleikur - „Sóknarleikurinn er ekkert frábær"
Lengjudeildin
Halli í viðtali.
Halli í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorað sautján mörk í leikjunum fimm.
Skorað sautján mörk í leikjunum fimm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega öflug frammistaða á sterku liði á erfiðum útivelli, þannig ég er hæstánægður," segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir öruggan útisigur gegn Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var lygileg byrjun, mér fannst við fara svolítið inn í skelina í kjölfarið en náum vopnum okkar aftur í seinni hálfleik og gerum mjög vel."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  6 Grindavík

Þrátt fyrir stórsigur var ýmislegt sem Halli var ekki sáttur við í leik síns liðs.

„Þrátt fyrir að vera 3-0 yfir fannst mér fyrri hálfleikurinn hundleiðinlegur. Bæði lið voru svolítið slegin eftir þessa byrjun og lítið sem gerðist. Við vorum hæstánægðir að múra fyrir markið og láta þá ráðast á okkur. Seinni hálfleikurinn var vonandi meiri skemmtun fyrir áhorfendur."

Grindavík hefur skorað liða mest í deildinni, en þrátt fyrir það er Halli gagnrýnin á sóknarleik liðsins.

„Sóknarleikurinn er nefnilega ekkert frábær, við erum bara með ótrúlega góða menn og við klárum færin okkar lygilega. Við getum orðið töluvert betra sóknarlið. Við höfum fengið á okkur mikið af mörkum og höfum því þurft að opna okkur og sækja. Ég er með ofboðslega góða leikmenn, menn sem skapa færi nánast upp úr engu og klára færin sín. Það er lykillinn."

Þjálfarinn var ekki sáttur með annað mark Leiknis sem kom undir lok leiksins. Hann segir að það gerist stundum þegar annað liðið er mikið undir í leikjum þá líti dómararnir stundum framhjá ýmsum atvikum. „Það var bara brot í þessu marki og á aldrei að standa. Ég ákvað samt frekar að skamma leikmennina mína frekar en dómarana, við þurfum að verjast betur. Við getum orðið miklu betri."

Viðtalið við Halla er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner