Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 08. september 2024 21:53
Hilmar Jökull Stefánsson
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Lengjudeildin
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis R., var ánægður með 2-3 sigur sinna manna á Þrótti R. í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag, en Leiknir hafði ekki að neinu að keppa fyrir leik, nema stoltið. Liðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og ekki tapað í 6 leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

0-3 fyrir Leikni fram á 80. mínútu en leiknum er hleypt upp í vitleysu undir lokin. Hvað fór úrskeiðis hjá Leikni þar?

„Ýmislegt sem fer úrskeiðis í spilamennskunni hjá okkur. Höldum illa í boltann og langt á milli manna þegar við erum að verjast. Ekki nógu þroskuð frammistaða hjá okkur síðustu 15 mínúturnar.“

Voru menn of mikið að reyna að halda fengnum hlut undir restina á leiknum?

„Við vorum hræddari við að senda boltann á menn sem voru með menn í bakinu og þá datt botninn svolítið úr þessu hjá okkur.“

Omar Sowe, verður hann áfram?

„Ég hef ekki hugmynd um það, það er alfarið stjórnin sem fær að vinna og grúska í þessum leikmannamálum. Ég hef í raun ekkert um það að segja, þótt ég vilji gjarnan halda honum.“

Hvernig metur Óli tímabilið?

„Tímabilið er náttúrulega ekki alveg búið, við eigum stóran leik í lokaumferðinni, fáum ÍBV heim og það er mikið undir hjá þeim þannig við fáum alvöru leik þar. Annars er þetta bara búinn að vera mjög góður framgangur hjá okkur, ekki búnir að tapa 6 fótboltaleikjum í röð. Tökum skref fram á við og erum að bæta okkur.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner