Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
banner
   sun 08. september 2024 21:53
Hilmar Jökull Stefánsson
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Lengjudeildin
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis R., var ánægður með 2-3 sigur sinna manna á Þrótti R. í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag, en Leiknir hafði ekki að neinu að keppa fyrir leik, nema stoltið. Liðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og ekki tapað í 6 leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

0-3 fyrir Leikni fram á 80. mínútu en leiknum er hleypt upp í vitleysu undir lokin. Hvað fór úrskeiðis hjá Leikni þar?

„Ýmislegt sem fer úrskeiðis í spilamennskunni hjá okkur. Höldum illa í boltann og langt á milli manna þegar við erum að verjast. Ekki nógu þroskuð frammistaða hjá okkur síðustu 15 mínúturnar.“

Voru menn of mikið að reyna að halda fengnum hlut undir restina á leiknum?

„Við vorum hræddari við að senda boltann á menn sem voru með menn í bakinu og þá datt botninn svolítið úr þessu hjá okkur.“

Omar Sowe, verður hann áfram?

„Ég hef ekki hugmynd um það, það er alfarið stjórnin sem fær að vinna og grúska í þessum leikmannamálum. Ég hef í raun ekkert um það að segja, þótt ég vilji gjarnan halda honum.“

Hvernig metur Óli tímabilið?

„Tímabilið er náttúrulega ekki alveg búið, við eigum stóran leik í lokaumferðinni, fáum ÍBV heim og það er mikið undir hjá þeim þannig við fáum alvöru leik þar. Annars er þetta bara búinn að vera mjög góður framgangur hjá okkur, ekki búnir að tapa 6 fótboltaleikjum í röð. Tökum skref fram á við og erum að bæta okkur.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner