Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   sun 08. september 2024 21:53
Hilmar Jökull Stefánsson
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Lengjudeildin
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis R., var ánægður með 2-3 sigur sinna manna á Þrótti R. í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag, en Leiknir hafði ekki að neinu að keppa fyrir leik, nema stoltið. Liðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og ekki tapað í 6 leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

0-3 fyrir Leikni fram á 80. mínútu en leiknum er hleypt upp í vitleysu undir lokin. Hvað fór úrskeiðis hjá Leikni þar?

„Ýmislegt sem fer úrskeiðis í spilamennskunni hjá okkur. Höldum illa í boltann og langt á milli manna þegar við erum að verjast. Ekki nógu þroskuð frammistaða hjá okkur síðustu 15 mínúturnar.“

Voru menn of mikið að reyna að halda fengnum hlut undir restina á leiknum?

„Við vorum hræddari við að senda boltann á menn sem voru með menn í bakinu og þá datt botninn svolítið úr þessu hjá okkur.“

Omar Sowe, verður hann áfram?

„Ég hef ekki hugmynd um það, það er alfarið stjórnin sem fær að vinna og grúska í þessum leikmannamálum. Ég hef í raun ekkert um það að segja, þótt ég vilji gjarnan halda honum.“

Hvernig metur Óli tímabilið?

„Tímabilið er náttúrulega ekki alveg búið, við eigum stóran leik í lokaumferðinni, fáum ÍBV heim og það er mikið undir hjá þeim þannig við fáum alvöru leik þar. Annars er þetta bara búinn að vera mjög góður framgangur hjá okkur, ekki búnir að tapa 6 fótboltaleikjum í röð. Tökum skref fram á við og erum að bæta okkur.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner