Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 08. september 2024 21:53
Hilmar Jökull Stefánsson
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Lengjudeildin
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis R., var ánægður með 2-3 sigur sinna manna á Þrótti R. í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag, en Leiknir hafði ekki að neinu að keppa fyrir leik, nema stoltið. Liðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og ekki tapað í 6 leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

0-3 fyrir Leikni fram á 80. mínútu en leiknum er hleypt upp í vitleysu undir lokin. Hvað fór úrskeiðis hjá Leikni þar?

„Ýmislegt sem fer úrskeiðis í spilamennskunni hjá okkur. Höldum illa í boltann og langt á milli manna þegar við erum að verjast. Ekki nógu þroskuð frammistaða hjá okkur síðustu 15 mínúturnar.“

Voru menn of mikið að reyna að halda fengnum hlut undir restina á leiknum?

„Við vorum hræddari við að senda boltann á menn sem voru með menn í bakinu og þá datt botninn svolítið úr þessu hjá okkur.“

Omar Sowe, verður hann áfram?

„Ég hef ekki hugmynd um það, það er alfarið stjórnin sem fær að vinna og grúska í þessum leikmannamálum. Ég hef í raun ekkert um það að segja, þótt ég vilji gjarnan halda honum.“

Hvernig metur Óli tímabilið?

„Tímabilið er náttúrulega ekki alveg búið, við eigum stóran leik í lokaumferðinni, fáum ÍBV heim og það er mikið undir hjá þeim þannig við fáum alvöru leik þar. Annars er þetta bara búinn að vera mjög góður framgangur hjá okkur, ekki búnir að tapa 6 fótboltaleikjum í röð. Tökum skref fram á við og erum að bæta okkur.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner