Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   sun 08. september 2024 21:53
Hilmar Jökull Stefánsson
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Lengjudeildin
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Óla fannst illa gert hjá sínum mönnum að glutra næstum því niður unnum leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis R., var ánægður með 2-3 sigur sinna manna á Þrótti R. í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag, en Leiknir hafði ekki að neinu að keppa fyrir leik, nema stoltið. Liðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og ekki tapað í 6 leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

0-3 fyrir Leikni fram á 80. mínútu en leiknum er hleypt upp í vitleysu undir lokin. Hvað fór úrskeiðis hjá Leikni þar?

„Ýmislegt sem fer úrskeiðis í spilamennskunni hjá okkur. Höldum illa í boltann og langt á milli manna þegar við erum að verjast. Ekki nógu þroskuð frammistaða hjá okkur síðustu 15 mínúturnar.“

Voru menn of mikið að reyna að halda fengnum hlut undir restina á leiknum?

„Við vorum hræddari við að senda boltann á menn sem voru með menn í bakinu og þá datt botninn svolítið úr þessu hjá okkur.“

Omar Sowe, verður hann áfram?

„Ég hef ekki hugmynd um það, það er alfarið stjórnin sem fær að vinna og grúska í þessum leikmannamálum. Ég hef í raun ekkert um það að segja, þótt ég vilji gjarnan halda honum.“

Hvernig metur Óli tímabilið?

„Tímabilið er náttúrulega ekki alveg búið, við eigum stóran leik í lokaumferðinni, fáum ÍBV heim og það er mikið undir hjá þeim þannig við fáum alvöru leik þar. Annars er þetta bara búinn að vera mjög góður framgangur hjá okkur, ekki búnir að tapa 6 fótboltaleikjum í röð. Tökum skref fram á við og erum að bæta okkur.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner