Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR tók mark af Íslandi eftir langa skoðun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er búið að koma boltanum í netið tvisvar sinnum gegn Rúmeníu í fyrri hálfleik.

Staðan er hins vegar bara 1-0. Alfreð Finnbogason skoraði annað markið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Það var skoðað heillengi í VAR og eftir þá skoðun var það dæmt af. Tæpt var það en virðist hafa verið réttur dómur.

„Niðurstaðan rangstaða. Gummi Ben sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport sagði að þetta hefði alveg mátt vera mark þar sem við erum á heimavelli," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu sem má nálgast hérna.

Það er verið að nota VAR, myndbandsdómarakerfið í fyrsta sinn á Íslandi.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir. Það er gríðarlega mikið í húfi. Sigurliðið fer áfram í úrslitaleikinn um sæti á EM sem verður spilaður í næsta mánuði.

Sjá einnig:
Gylfi kom Íslandi yfir með frábæru marki
Athugasemdir
banner
banner
banner