Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 08. október 2020 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi kom Íslandi yfir með frábæru marki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er komið 1-0 yfir gegn Rúmeníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli.

Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði markið með vinstri fæti.

„Jóhann Berg fær boltann inn á teignum úti hægra megin. Finnur Gylfa Þór sem fer á vinstri fótinn, tekur eina snertingu og lætur svo vaða í nærhornið. Boltinn framhjá eða á milli varnarmanna og Tatarusanu á ekki möguleika í þetta góða skot," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu sem má nálgast hérna.

Það er gríðarlega mikið í húfi. Sigurliðið fer áfram í úrslitaleikinn um sæti á EM sem verður spilaður í næsta mánuði.

Hægt er að sjá mark Gylfa hér að neðan.


Athugasemdir