Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daniel Ingi fær nýjan samning hjá Nordsjælland - „Spennandi verkefni"
Mynd: Nordsjælland

Daniel Ingi Jóhannesson hefur skrifað undir nýjan samning við Nordsjælland


Þessi 17 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Nordsjælland frá ÍA síðasta sumar. Hann hefur staðið sig við með U19 liði félagsins en liðið varð bikarmeistari í sumar.

„Ég er ánægður að hafa framlengt samning minn við Nordsjælland. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig. Ég hef valið að framlengja við Nordsjælland því mér finnst þetta vera rétti staðurinn fyrir mig núna. Ég nýt þess að vera hluti af félaginu," sagði Daniel í samtali við heimasíðu félagsins.

„Ég er hluti af spennandi verkefni þar sem ég spila með fullt af efnilegum leikmönnum sem hjálpa mér að hækka ránna á hverjum degi. Það er dýrmæt reynsla fyrir mig."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner