Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Telur mögulegt að Heimir missi starfið ef Írland vinnur ekki í glugganum
Heimir á æfingu írska landsliðsins.
Heimir á æfingu írska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Richard Dunne í baráttu við Heiðar Helguson fyrir þónokkrum árum síðan.
Richard Dunne í baráttu við Heiðar Helguson fyrir þónokkrum árum síðan.
Mynd: Getty Images
„Ég held að Heimir Hallgrímsson sé þegar farinn að finna pressuna sem fylgir írska landsliðsþjálfarastarfinu," segir Richard Dunne, fyrrum varnarjaxl Manchester City og írska landsliðsins.

„Hann er með smá svigrúm vegna þess hve langan tíma það tók írska sambandið að finna nýjan þjálfara en ef liðið vinnur hvorugan leikinn í þessum glugga, gegn Finnlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, þá gæti ég trúað því að það sé mögulegt að það verði þjálfaraskipti."

„Hann þarf að ná að setja saman lið sem stuðningsmenn geta verið stoltir af, það virðist ekki vera nein liðsheild í liðinu. Það er hlutverk stjórans að stilla menn saman."

Það er uppsöfnuð ergja í írskum fótboltaáhugamönnum og þolinmæðin virðist af skornum skammti, eitthvað sem var búið að byggjast upp áður en Heimir var ráðinn í starfið.

Heimir hefur aðeins stýrt tveimur leikjum en báðir töpuðust, gegn Englandi og Grikklandi. Hann hefur talað um sjálfstraustsleysi í liðinu og að írska treyjan virðist þung byrði fyrir leikmenn.

Dunne telur að Heimir gæti misst starfið og segir að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sé þá augljós kostur til að taka við. „Ég yrði undrandi ef hann er ekki klár í að taka við," segir Dunne.

Írland heimsækir Finnland á fimmtudag og fer svo til Aþenu í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner