Newcastle lék æfingaleik gegn Al-Hilal frá Sádí Arabíu í dag en Newcastle vann leikinn 5-0.
Joelinton sá til þess að liðið var 2-0 yfir í hálfleik en hann skoraði bæði mörkin. Loris Karius fyrrum markvörður Liverpool var á milli stangana í fyrri hálfleik en þetta er fyrsti leikurinn hans frá því hann gekk til liðs vð Newcastle í sumar.
Miguel Almiron hefur farið á kostum á þessu tímabili en hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og hinn 19 ára gamli Dylan Stephenson skoraði fimmta markið.
Síðasti leikur Newcastle áður en boltinn fer aftur að rúlla af alvöru er gegn spænska liðinu Rayo Vallecano laugardaginn 17. des.
Athugasemdir