Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 08. desember 2024 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe: Þetta er rétti staðurinn fyrir mig
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Kylian Mbappe segist viss um að hann eigi eftir að ná frábærum árangri með spænska félaginu Real Madrid.

Mbappe er á sínu fyrsta tímabili með Madrídingum eftir að slegið í gegn með Paris Saint-Germain og franska landsliðinu.

Hann hefur skorað ellefu mörk með liðinu á tímabilinu, en frammistaða hans í heildina hefur varpað skugga á mörkin.

Frakkinn er engan veginn að finna sig í liðinu. Hann hefur bæði spilað sem fremsti maður og á báðum vængjum, en hlutirnir hafa ekki alveg náð að smella hjá honum.

Spænskir miðlar tala um að sjálfstraustið sér ekki í lagi, enda stórmunur á þessum Mbappe og þeim sem skoraði þrennu fyrir Frakkland í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Mbappe vill hins vegar fullvissa alla um að hann eigi eftir að gera góða hluti á Spáni.

„Ég er mjög ánægður með þennan nýja kafla. Ég vil vinna og þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Ég er viss um að ég mér muni vegna vel hjá Real Madrid,“ sagði Mbappe við CliqueTV.
Athugasemdir
banner
banner