Rob Edwards þjálfari Wolves svaraði spurningum eftir stórt tap á heimavelli gegn Manchester United í kvöld.
Gestirnir frá Manchester voru talsvert sterkari og verðskulduðu 1-4 sigur. Edwards var ekki sáttur að leikslokum.
„Við komumst aftur í leikinn með jöfnunarmarkinu en svo gáfum við þeim nokkur mörk á silfurfati í síðari hálfleik. Ef við höldum áfram að gera þetta þá munum við aldrei vinna fótboltaleik. Við gáfum þeim stöðugt boltann 'gjörið svo vel Man Utd', það er ekki hægt að vinna fótboltaleik þegar maður spilar þannig," sagði Edwards.
„Maður getur skilið svona mistök, það er stress hjá leikmönnum og þeir eru með lágt sjálfstraust útaf slæmu gengi. Þeir eru mennskir, þeir finna fyrir þessum hlutum. Við vorum hrikalegir á köflum, í þriðja markinu þeirra þá gáfum við þeim boltann þrisvar eða fjórum sinnum áður en þeir skoruðu. Við erum að gera alltof einföld mistök og á þessu gæðastigi er manni refsað. Þegar allt kemur til alls gerði gæðamunur liðanna gæfumuninn í kvöld, við gerðum barnaleg mistök.
„Við verðum að bæta okkar leik. Ég sá ákveðna þætti sem voru betri hjá okkur í dag heldur en í síðustu umferð gegn Forest, en við gerðum líka margt verra í dag heldur en gegn Forest. Við skutum okkur sjálfa í fótinn."
Stuðningsmenn Wolves mættu 15 mínútum of seint á leikinn í mótmælaskyni. Stuðningsmenn bauluðu svo á leikmenn Úlfanna sem var skipt af velli í síðari hálfleiknum.
„Ég skil að stuðningsmenn séu pirraðir. Ég væri til í að sjá þá styðja betur við bakið á leikmönnum en til að gera það þá þurfa þeir að sjá leikmennina leggja sig fram og berjast um hvern einasta bolta. Við gerðum mikið af klaufalegum mistökum og það var skiljanlega mikil reiði meðal áhorfenda. Strákarnir eru að reyna en það er ekki nóg, stuðningsmenn eru reiðir og ég skil það. Við erum að keppa í erfiðustu deild í heimi, ég tók við liði sem hafði ekki unnið deildarleik síðan í apríl. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði auðvelt verkefni.
„Ég væri líka reiður og pirraður ef ég væri stuðningsmaður Wolves. Maður vill sjá liðið sitt vera samkeppnishæft í leikjunum sem það spilar og okkur er að mistakast það."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 15 | 10 | 3 | 2 | 28 | 9 | +19 | 33 |
| 2 | Man City | 15 | 10 | 1 | 4 | 35 | 16 | +19 | 31 |
| 3 | Aston Villa | 15 | 9 | 3 | 3 | 22 | 15 | +7 | 30 |
| 4 | Crystal Palace | 15 | 7 | 5 | 3 | 20 | 12 | +8 | 26 |
| 5 | Chelsea | 15 | 7 | 4 | 4 | 25 | 15 | +10 | 25 |
| 6 | Man Utd | 15 | 7 | 4 | 4 | 26 | 22 | +4 | 25 |
| 7 | Everton | 15 | 7 | 3 | 5 | 18 | 17 | +1 | 24 |
| 8 | Brighton | 15 | 6 | 5 | 4 | 25 | 21 | +4 | 23 |
| 9 | Sunderland | 15 | 6 | 5 | 4 | 18 | 17 | +1 | 23 |
| 10 | Liverpool | 15 | 7 | 2 | 6 | 24 | 24 | 0 | 23 |
| 11 | Tottenham | 15 | 6 | 4 | 5 | 25 | 18 | +7 | 22 |
| 12 | Newcastle | 15 | 6 | 4 | 5 | 21 | 19 | +2 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 15 | 5 | 5 | 5 | 21 | 24 | -3 | 20 |
| 14 | Brentford | 15 | 6 | 1 | 8 | 21 | 24 | -3 | 19 |
| 15 | Fulham | 15 | 5 | 2 | 8 | 20 | 24 | -4 | 17 |
| 16 | Leeds | 15 | 4 | 3 | 8 | 19 | 29 | -10 | 15 |
| 17 | Nott. Forest | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 | 25 | -11 | 15 |
| 18 | West Ham | 15 | 3 | 4 | 8 | 17 | 29 | -12 | 13 |
| 19 | Burnley | 15 | 3 | 1 | 11 | 16 | 30 | -14 | 10 |
| 20 | Wolves | 15 | 0 | 2 | 13 | 8 | 33 | -25 | 2 |
Athugasemdir


