Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
England: Rauðu djöflarnir fóru létt með Úlfana
Mynd: EPA
Wolves 1 - 4 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('25)
1-1 Jean-Ricner Bellegarde ('45+2)
1-2 Bryan Mbeumo ('51)
1-3 Mason Mount ('62)
1-4 Bruno Fernandes ('82, víti)

Manchester United heimsótti botnlið Wolves í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og tók Bruno Fernandes forystuna í fyrri hálfleik.

Rauðu djöflarnir voru sterkari aðilinn en Úlfarnir átti sínar rispur og náðu inn jöfnunarmarki eftir góða sókn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, svo staðan var 1-1 í leikhlé.

Gestirnir frá Manchester skiptu um gír í síðari hálfleik og endurheimtu forystuna snemma með marki frá Bryan Mbeumo.

Mason Mount setti þriðja markið á 62. mínútu áður en Bruno fyrirliði innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu. Niðurstaðan þægilegur sigur fyrir Rauðu djöflanna sem hefði getað verið stærri.

Man Utd deilir fimmta sætinu með Chelsea eftir þennan sigur, með 25 stig eftir 15 umferðir. Úlfarnir eru áfram á botninum með 2 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner