Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 09:30
Kári Snorrason
FH endursemur við tvo markverði
Daði Freyr Arnarson.
Daði Freyr Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur endursamið við markverðina tvo Daða Frey Arnarson og Aldísi Guðlaugsdóttur. Aldís gerir samning til þriggja ára en Daði tveggja ára.

Daði kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í Bestu deildinni í sumar, þar sem danski markvörðurinn Mathias Rosenørn stóð vaktina í hinum 25. Félagið endursamdi ekki við Rosenörn en FH sótti Jökul Andrésson nýverið frá Aftureldingu.

Aldís Guðlaugsdóttir, er fædd árið 2004, og stóð í marki FH áður en hún sleit krossband snemma sumars.

Tilkynning FH

Markverðir krota undir
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að bæði Aldís og Daði Freyr hafa framlengt samninga sína við Fimleikafélagið! Aldís gerir samning út 2028 og Daði út 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner