Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 08. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Milan getur endurheimt toppsætið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í efstu deild ítalska boltans í dag þar sem nýliðar Pisa fá Parma í heimsókn í fyrsta leik dagsins.

Liðin eigast við í fallbaráttuslag áður en Udinese tekur á móti Mikael Agli Ellertssyni og liðsfélögum hans frá Genúa.

Genoa er taplaust í fjórum leikjum í röð og getur fjarlægst fallsvæðið með sigri í dag.

Að lokum getur AC Milan endurheimt toppsæti deildarinnar með sigri á útivelli gegn Torino.

Milan er þremur stigum á eftir toppliði og Ítalíumeisturum Napoli sem stendur og með betri árangur í innbyrðisviðureignum eftir sigur á heimavelli í lok september.

Andstæðingar kvöldsins, Torino, hafa ekki verið að spila vel að undanförnu. Þeir steinlágu gegn Como í þarsíðustu umferð og töpuðu svo fyrir fallbaráttuliði Lecce um síðustu helgi.

Leikir dagsins
14:00 Pisa - Parma
17:00 Udinese - Genoa
19:45 Torino - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner