Torino 2 - 3 Milan
1-0 Nikola Vlasic ('10 , víti)
2-0 Duvan Zapata ('17 )
2-1 Adrien Rabiot ('24 )
2-2 Christian Pulisic ('67 )
2-3 Christian Pulisic ('77 )
1-0 Nikola Vlasic ('10 , víti)
2-0 Duvan Zapata ('17 )
2-1 Adrien Rabiot ('24 )
2-2 Christian Pulisic ('67 )
2-3 Christian Pulisic ('77 )
Torino tók á móti toppbaráttuliði AC Milan í lokaleik 14. umferðar í Serie A og úr varð skemmtilegur slagur.
Heimamenn komust í tveggja marka forystu snemma leiks þökk sé vítaspyrnu frá Nikola Vlasic og marki frá Duván Zapata með stuttu millibili.
Adrien Rabiot minnkaði muninn skömmu síðar og var staðan 2-1 fyrir Torino eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.
Milan var sterkara liðið í síðari hálfleik en átti í erfiðleikum með að brjóta varnarmúr Torino á bak aftur, allt þar til Christian Pulisic kom inn af bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu tvo mánuði.
Það tók Pulisic innan við mínútu að skora jöfnunarmarkið og tíu mínútum síðar skoraði hann það sem reyndist sigurmarkið.
Bandaríkjamaðurinn knái bjargaði sínum mönnum með magnaðri innkomu af bekknum. Hann fullkomnaði frábæra endurkomu svo lokatölur urðu 2-3 og fer Milan aftur á topp deildarinnar.
Milan deilir toppsæti Serie A með Ítalíumeisturum Napoli, þar sem bæði lið eiga 31 stig eftir 14 umferðir. Þau eru einu stigi fyrir ofan stórveldi Inter.
Torino situr eftir með 14 stig eftir 14 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Slæmu fréttirnar fyrir Milan eru þær að Rafael Leao fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.
Athugasemdir


