Heimild: Vísir
Struber er 48 ára gamall og þjálfaði Köln í Þýskalandi áður en hann fékk starfið hjá Bristol. Hann hefur verið við stjórnvölinn hjá RB Salzburg, New York Red Bulls og Wolfsberger á ferlinum, auk þess að eiga reynslu að baki sem aðalþjálfari Barnsley.
Bristol City tók á móti Millwall í ensku Championship deildinni um helgina og unnu gestirnir með eins marks mun eftir jafnan og baráttumikinn slag.
Liðin eru bæði í toppbaráttunni og var þetta þriðji sigur Millwall í röð sem fleytir liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar - fimm stigum fyrir ofan Bristol.
Eftir lokaflautið í Bristol ætlaði allt að sjóða uppúr eftir að þjálfararnir tókust aðeins á við hliðarlínuna. Leikmenn og starfsmenn voru fljótir að skera sig í leikinn og úr urðu hópslagsmál.
Nokkrir hrundu til jarðar í kýtingnum en enginn slasaðist alvarlega þó að einhverjum hnefum hafi verið sveiflað.
Í viðtölum eftir leik bentu þjálfararnir á hvorn annan. Þeir sögðu báðir að hinn aðilinn hafi neitað að taka í höndina á sér í aðdraganda slagsmálanna. Alex Neil þjálfar Millwall á meðan Gerhard Struber er við stjórn hjá Bristol.
Bristol City and Millwall broke out in a mass brawl at the end of the Lions' 1-0 win these evening ???? pic.twitter.com/wmElTrhTMU
— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 6, 2025
Athugasemdir





