Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sandra María setti þrennu og er markahæst
Kvenaboltinn
Mynd: Köln
Hamburger SV 1 - 4 Köln
0-1 Sandra María Jessen ('10)
0-2 Sandra María Jessen ('36)
1-2 Christin Meyer ('47)
1-3 Adriana Achcinska ('73)
1-4 Sandra María Jessen ('92)

Sandra María Jessen var í byrjunarliðinu hjá FC Köln er liðið heimsótti HSV til Hamborgar í efstu deild þýska boltans í dag.

Hún átti algjöran stórleik þar sem hún skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik.

HSV minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en komst ekki nær. Adriana Achcinska tvöfaldaði forystuna á ný áður en Sandra María innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Hún fullkomnaði þar með þrennuna sína sem er hennar fyrsta þrenna í Bundesliga.

Sandra er því komin með 8 mörk í 12 deildarleikjum með Köln, sem er með 18 stig eftir 12 umferðir. Sandra er markahæst í deildinni ásamt tveimur öðrum. Liðið er fimm stigum frá Evrópusæti eftir sigurinn.
Athugasemdir
banner