Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 08. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso: Þessi ákvörðun gerði okkur brjálaða
Mynd: EPA
Xabi Alonso var ósáttur þegar hann gaf kost á sér í viðtal eftir óvænt tap á heimavelli hjá Real Madrid gegn Celta Vigo í spænska boltanum í gærkvöldi.

Williot Swedberg var hetja gestanna frá Vigo þar sem hann skoraði bæði mörk leiksins. Það fyrra var einstaklega laglegt þegar honum tókst að afgreiða fyrirgjöf með snyrtilegri hælsendingu af vítapunktinum, og það seinna kom eftir vel útfærða skyndisókn í uppbótartíma.

Sjáðu markið

Real Madrid tapaði 0-2 þrátt fyrir að hafa fengið nokkuð um góð marktækifæri og heilt yfir verið sterkara liðið í leiknum. Sigur Celta Vigo staðreynd, fyrsti sigur liðsins á Santiago Bernabéu síðan 2006.

Madrídingar lentu undir í upphafi síðari hálfleiks og virtust vakna til lífsins þegar Fran García fékk að líta tvö gul spjöld með stuttu millibili, en þeim tókst ekki að skora.

„Staðreyndin er einföld, við vorum betri eftir að við lentum manni undir og spiluðum með tíu leikmenn á vellinum frekar en ellefu. Þeir sem voru eftir á vellinum áttuðu sig á því að þeir þyrftu að hlaupa og vinna fyrir þessu, þá fyrst byrjaði frammistaðan að skána," sagði Alonso.





Xabi Alonso on Mastantuono not playing: “He's recovering his fitness little by little, due to his pubalgia”.

Xabi Alonso: “I did NOT like the referee’s decisions, at all. It was poor. The decisions drove us crazy”.

“The red card to Carreras was something he was clearly looking for. The ref let Celta waste time, never even warned them about it, kept stopping play everytime…”.

Xabi Alonso when asked about the rumors on getting fired: “I'm not thinking of that. I’m thinking of Real Madrid vs Man City”.

“I'm just thinking of Wednesday's game. We're all UNITED, all together”.

FYRSTA SINN síðan 2006 sem Celta vinnur á Bernabéu WILLIOT SWEDBERG annar svíinn til að setja tvennu á Bernabéu, hinn er Alex isak
Athugasemdir
banner
banner
banner