Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mán 08. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso: Þessi ákvörðun gerði okkur brjálaða
Mynd: EPA
Xabi Alonso var ósáttur þegar hann gaf kost á sér í viðtal eftir óvænt tap á heimavelli hjá Real Madrid gegn Celta Vigo í spænska boltanum í gærkvöldi.

Williot Swedberg var hetja gestanna frá Vigo þar sem hann skoraði bæði mörk leiksins. Það fyrra var einstaklega laglegt þegar honum tókst að afgreiða fyrirgjöf með snyrtilegri hælsendingu af vítapunktinum, og það seinna kom eftir vel útfærða skyndisókn í uppbótartíma.

Sjáðu markið

Real Madrid tapaði 0-2 þrátt fyrir að hafa fengið nokkuð um góð marktækifæri og heilt yfir verið sterkara liðið í leiknum. Sigur Celta Vigo staðreynd, fyrsti sigur liðsins á Santiago Bernabéu síðan 2006.

Madrídingar lentu undir í upphafi síðari hálfleiks og virtust vakna til lífsins þegar Fran García fékk að líta tvö gul spjöld með stuttu millibili, en þeim tókst ekki að skora.

„Staðreyndin er einföld, við vorum betri eftir að við lentum manni undir og spiluðum með tíu leikmenn á vellinum frekar en ellefu. Þeir sem voru eftir á vellinum áttuðu sig á því að þeir þyrftu að hlaupa og vinna fyrir þessu, þá fyrst byrjaði frammistaðan að skána," sagði Alonso.
Athugasemdir
banner
banner