Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fim 09. janúar 2025 08:23
Elvar Geir Magnússon
Potter kynntur hjá West Ham (Staðfest)
Graham Potter er nýr stjóri West Ham.
Graham Potter er nýr stjóri West Ham.
Mynd: EPA
Hinn 49 ára gamli Graham Potter hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning sem stjóri West Ham. Hann tekur við af Julen Lopetegui sem var rekinn í gær, eftir sex mánuði við stjórnvölinn.

Potter, sem var síðast hjá Chelsea áður en hann var rekinn í apríl 2023, tekur við West Ham í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er bara með sex sigra og er sjö stigum frá fallsvæðinu.

„Ég er hæstánægður með að vera hér. Það var mikilvægt fyrir mig að bíða þar til rétta starfið byðist. Það er tilfinning mín að þetta passi fyrir báða aðila. Viðræður mínar við stjórnarformanninn og stjórnina hafa verið mjög jákvæðar og uppbyggjandi," segir Potter.

„Við deilum sömu sýn á verðmæti mikillar vinnu og hás orkustigs sem grunn að því að ná árangri. Við erum á sömu bylgjulengd þegar kemur að því hvað þarf, bæði til stutts og langs tíma."

Potter er fyrrum stjóri Östersund, Swansea og Brighton. Hann var orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið áður en Thomas Tuchel var ráðinn. Fyrsti leikur West Ham undir hans stjórn verður bikarleikur gegn Aston Villa á morgun og síðan verður deildarleikur gegn Fulham á þriðjudaginn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Arsenal 21 12 7 2 41 19 +22 43
3 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
4 Newcastle 21 11 5 5 37 22 +15 38
5 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Aston Villa 21 10 5 6 31 32 -1 35
8 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
9 Brighton 21 7 10 4 32 29 +3 31
10 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
11 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
12 Man Utd 21 7 5 9 26 29 -3 26
13 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
14 Tottenham 21 7 3 11 43 32 +11 24
15 Crystal Palace 21 5 9 7 23 28 -5 24
16 Everton 20 3 8 9 15 26 -11 17
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 21 3 7 11 20 37 -17 16
19 Leicester 21 3 5 13 23 46 -23 14
20 Southampton 21 1 3 17 13 47 -34 6
Athugasemdir
banner
banner