Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 09. febrúar 2021 23:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband sem Saliba tók upp lekið
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn William Saliba, sem er á mála hjá Arsenal, gæti verið í vandræðum út af myndbandi sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag.

Á myndbandinu tekur Saliba fyrst myndband af andliti sínu áður en hann færir myndavélina til hliðar. Þar situr nakinn einstaklingur að stunda sjálfsfróun.

Saliba er í æfingafatnaði franska landsliðsins á myndbandinu en samkvæmt franska fjölmiðlinum RMC þá ætlar knattspyrnusambandið þar í landi að skoða þetta mál.

Samkvæmt RMC þá telur franska knattspyrnusambandið myndbandið vera skaðlegt fyrir ímynd knattspyrnusambandsins og fótboltans þar í landi.

Fyrr í dag birtist viðtal við Saliba þar sem hann opnaði sig um aðdraganda þess að hann fór á lán. Hann er núna í láni hjá Nice í Frakklandi frá Arsenal. Þar fer hann ekki leynt með óánægju sína.

„Þjálfarinn sagði mér að ég væri ekki tilbúinn. Ég hefði viljað fá tækifæri til að finna taktinn en svona er fótboltinn. Ég hefði viljað fá að spila meira til að sanna mig," sagði Sliba og bætti við að Arteta hefði dæmt sig af tveimur og hálfum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner