Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Arsenal og Man Utd mæta til leiks
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast í kvöld þar sem bæði Arsenal og Manchester United mæta til leiks úr enska boltanum.


Arsenal heimsækir Sporting CP klukkan 17:45 áður en Man Utd fær Real Betis í heimsókn klukkan 20:00.

Það er nokkuð um stórlið í Evrópudeildinni í ár þar liðin sem kepptu til úrslita í Sambandsdeildinni í fyrra eru bæði með. Roma á heimaleik við sterkt lið Real Sociedad áður en Feyenoord heimsækir Shakhtar Donetsk.

Juventus á þá heimaleik gegn Freiburg á meðan sigursælasta lið keppninnar, Sevilla, tekur á móti Fenerbahce frá Tyrklandi.

Spútnik lið þýsku deildarinnar, Union Berlin, á þá heimaleik á sama tíma og Bayer Leverkusen.

16-liða úrslit:
17:45 Union Berlin - St. Gilloise
17:45 Leverkusen - Ferencvaros
17:45 Sporting - Arsenal
17:45 Roma - Real Sociedad
20:00 Juventus - Freiburg
20:00 Sevilla - Fenerbahce
20:00 Man Utd - Betis
20:00 Shakhtar Donetsk - Feyenoord


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner