Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 09. apríl 2024 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane gæti verið frá í einhvern tíma
Sveindís Jane gæti verið frá í einhvern tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf fúlt að tapa og manni líður aldrei vel eftir tapleiki. Fúll heilt yfir en það þýðir ekkert að dvelja við þetta. Þetta er búið og nú þurfum við að finna þá hluti sem við gerðum vel, fara yfir þá og fara yfir þá hluti sem við getum lagað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir 3-1 tapið gegn Þýskalandi í undankeppni Evrópumótsins í Aachen í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Íslenska liðið var vel inn í leiknum. Það lenti undir snemma leiks en vann sig inn í leikinn og jafnaði með marki frá Hlín Eiríksdóttur.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er ein mesta ógnin fram á við, fór meidd af velli og breyttist leikurinn gríðarlega eftir það. Það var mikið högg að missa hana af velli segir Þorsteinn.

„Mér fannst það sem við vorum að gera ganga vel upp og finna veikleika þeirra. Auðvitað munar okkur um það að þessi hraðaógnun sem Sveindís var með og var að gerast í leiknum, þannig að dýnamíkin breytist og við erum ekki með sama hraða fram á við. Það er ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli. Við vorum búin að spila vel fram að því og eftir að þær skora fannst mér við vera góð, gera vel.“

„Þær áttu í basli, voru hræddar og hörfuðu, öftustu tvær voru skíthræddar og það stækkaði plássið og erfiðara fyrir þær að verjast. Eftir því sem leið á leikinn þá ná þær að þrýsta okkur neðar og neðar, en það komu samt kaflar þar sem við fengum færi og skot fyrir utan teig þar sem við hefðum getað gert betur í en þær áttu líka sín móment.“


Sveindís lenti illa á öxlinni eftir ljóta tæklingu. Hún ætlaði að reyna að halda leik áfram en neyddist til að fara af velli. Þorsteinn hefði viljað sjá Kathrin Hendrich fá rauða spjaldið en hún sá aðeins gult.

„Auðvitað var tæklingin ekkert glæsileg og frekar hörð, en auðvitað lendir hún bara illa. Þetta er partur af fótboltanum, lendir illa og meiðir sig á öxlinni. Maður vonar það besta og að hún verði klár sem fyrst og þetta sé ekki alvarlegt.“

„Maður hefði alveg viljað sjá það en ég veit það ekki. Hún er að fara framhjá henni og hún tekur hana viljandi niður. Ég sá þetta bara einu sinni og horfði ekkert á þetta aftur.“


Eins og kom fram hér fyrir ofan þá breyttist leikurinn gríðarlega eftir að Sveindís fór af velli en núna þarf hann líklega að finna aðrar lausnir ef meiðsli hennar eru af alvarlegum toga.

„Þetta er bara það sem við lifum við. Við höfum einn fljótasta leikmann í Evrópu og auðvitað ógnar það þegar við erum að verjast neðar á vellinum og erum kannski við miðlínu. Þá er stórt pláss á bak við sem ekki margir vilja díla við með hana þarna fremsta en auðvitað breytist þetta og hefur áhrif. Það er eðlilegt en við þurfum að finna lausnir á því, gerðum það í haust og þurfum að gera það aftur núna.“

Ísland mætir Austurríki í tveimur leikjum í maí og júní en það eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir. Austurríki var að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld er liðið vann Póllandi, 3-1, og eru því með jafnmörg stig og Ísland.

„Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta sex úrslitaleikir og við erum að fara í næstu úrslitaleiki við Austurríki. Auðvitað eru leikirnir við Austurríki gríðarlega mikilvægir ef við ætlum okkur beint áfram, eins og allir leikir í þessum riðli eru. Við þurfum að koma okkur í gírinn fyrir þá leiki og vera tilbúin í næsta glugga og gera vel þar.“

Undir lokin var Þorsteinn síðan spurður út í mörkin sem íslenska liðið fékk á sig. Hann hafði svo sem ekki sterkar skoðanir á þeim en fannst þriðja markið afar svekkjandi að fá á sig.

„Ég held að það sé alltaf pirrandi að horfa á mörk sem við fáum á okkur. Kannski versta mómentið er þegar við fáum á okkur þriðja markið, sem var mest svekkjandi markið þannig séð, ef ég ætti að raða þeim upp. Það var eitthvað klafs og eitthvað pot en þú vilt alltaf koma í veg fyrir mörk. Þetta voru góðir skallar og góðar sendingar. Auðvitað viljum við verjast betur en svona getur komið fyrir og þetta er bara partur af fótbolta. Stundum nærðu ekki að verjast og þær vinna þig í skallaeinvíginu og eitthvað svoleiðis og þá er það bara mark,“ sagði Þorsteinn við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner