Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   þri 09. apríl 2024 16:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís með tárin í augunum þegar hún fór af velli eftir ljótt brot
Icelandair
Sveindís var nýbúin að fagna marki Hlínar þegar hún varð að fara meidd af velli.
Sveindís var nýbúin að fagna marki Hlínar þegar hún varð að fara meidd af velli.
Mynd: Mirko Kappes
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla í leik Íslands og Þýskalands sem nú er í gangi.

„Sveindís stendur upp en hún er líklega farin úr axlarlið," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn í beinni textalýsingu frá Tivoli leikvanginum í Aachen.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Sveindís lá eftir vegna meiðslanna, fékk aðhlynningu og fór aftur inn á. Hún fór þó einungis aftur inn á til að gefa Bryndísi Örnu Níelsdóttur tíma til að gera sig klára og koma inn á í hennar stað.

Kathrin Hendrich braut á Sveindísi á 26. mínútu. Sveindís lenti illa eftir að Hendrich braut á henni og fékk sú þýska gult spjald.

„Ömurlegt þegar leikmanni er bara kippt út úr leiknum með ljótu broti. En það er bara hausinn upp og áfram gakk," skrifaði Guðmundur.

Mjög ljótt brot hjá þeirri þýsku og mátti greinilega sjá á Sveindísi að hún þjáðist þegar hún gekk til búningsherbergja. Það er vonandi að Sveindís verði ekki lengi frá vegna meiðslanna.

Skömmu eftir að Sveindís fór af velli komst Þýskaland aftur yfir í leiknum og er staðan núna 2-1 fyrir heimakonur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner