Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Landsliðskonurnar mætast í úrslitaleik á laugardag
Emilía Kiær
Emilía Kiær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslendingaliðin Nordsjælland og Bröndby mætast í úrslitaleik um danska meistaratitilinn um næstu helgi.


Emilía Kiær Ásgeirsdóttir lék sinn fyrsta landsleik á dögunum þegar hún kom inn á sem varamaður í sigri gegn Austurríki á Laugardalsvelli.

Hún var í byrjunarliði Nordsjælland sem vann 2-0 sigur á Kolding í dag.

Nordsjælland er með tveggja stiga forystu á Bröndby fyrir lokaumferðina sem fram fer næstu helgi en liðin mætast á heimavelli Bröndby á laugardaginn.

Kristín Dís Árnadóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru leikmenn Bröndby.


Athugasemdir
banner
banner