Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   þri 09. júlí 2019 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ragna Lóa: Ég elska þessar stelpur
Kvenaboltinn
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 1-0 sigur á Stjörnunni í kvöld þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins.

„Þetta var alveg ótrúlega sætt og mér fannst við eiga þetta skilið. Við spiluðum ágætlega, hefðum mátt vera meira ógnandi efst uppi á vellinum en þetta hafðist og þetta var bara spenna út í eitt." sagði Ragna Lóa eftir leik, en hún var að stýra KR í fyrsta skiptið eftir að Bojana Besic ákvað að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Ragna Lóa hafði áður verið aðstoðarþjálfari en hún mun stýra liðinu þangað til annað verður ákveðið.

KR fékk nokkur ágætis færi í leiknum og hélt boltanum meira og náði að koma inn marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

„Það var náttúrlega bara stórkostleg tilfinning. Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik. Ég verð bara að segja að ég elska þessar stelpur, þær eru bara stórkostlegar og halda spennu til loka. Þetta er það sem koma skal, við ætlum okkur að fara að taka fleiri stig því það býr miklu meira í þessu liði en að vera á botninum."





Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

KR liðið hefur verið að spila góða leiki án þess að ná að klára leikina en það breyttist í kvöld.

„Það er komin meiri leikgleði og ákveðni í liðið. Ég vissi það alltaf að við færum aldrei héðan nema með þrjú stig."

„Framhaldið leggst bara frábærlega í mig. Það er mikill hugur í stelpunum, þær eru komnar áfram í fjögurra liða úrslit í bikar og ætla að fara að týna stigin núna í deildinni. Þetta KR lið á eftir að sýna flotta hluti í sumar."
sagði Ragna Lóa að lokum.
Athugasemdir
banner