Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   þri 09. júlí 2019 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ragna Lóa: Ég elska þessar stelpur
Kvenaboltinn
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 1-0 sigur á Stjörnunni í kvöld þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins.

„Þetta var alveg ótrúlega sætt og mér fannst við eiga þetta skilið. Við spiluðum ágætlega, hefðum mátt vera meira ógnandi efst uppi á vellinum en þetta hafðist og þetta var bara spenna út í eitt." sagði Ragna Lóa eftir leik, en hún var að stýra KR í fyrsta skiptið eftir að Bojana Besic ákvað að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Ragna Lóa hafði áður verið aðstoðarþjálfari en hún mun stýra liðinu þangað til annað verður ákveðið.

KR fékk nokkur ágætis færi í leiknum og hélt boltanum meira og náði að koma inn marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

„Það var náttúrlega bara stórkostleg tilfinning. Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik. Ég verð bara að segja að ég elska þessar stelpur, þær eru bara stórkostlegar og halda spennu til loka. Þetta er það sem koma skal, við ætlum okkur að fara að taka fleiri stig því það býr miklu meira í þessu liði en að vera á botninum."





Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

KR liðið hefur verið að spila góða leiki án þess að ná að klára leikina en það breyttist í kvöld.

„Það er komin meiri leikgleði og ákveðni í liðið. Ég vissi það alltaf að við færum aldrei héðan nema með þrjú stig."

„Framhaldið leggst bara frábærlega í mig. Það er mikill hugur í stelpunum, þær eru komnar áfram í fjögurra liða úrslit í bikar og ætla að fara að týna stigin núna í deildinni. Þetta KR lið á eftir að sýna flotta hluti í sumar."
sagði Ragna Lóa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner