Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 09. júlí 2019 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ragna Lóa: Ég elska þessar stelpur
Kvenaboltinn
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 1-0 sigur á Stjörnunni í kvöld þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins.

„Þetta var alveg ótrúlega sætt og mér fannst við eiga þetta skilið. Við spiluðum ágætlega, hefðum mátt vera meira ógnandi efst uppi á vellinum en þetta hafðist og þetta var bara spenna út í eitt." sagði Ragna Lóa eftir leik, en hún var að stýra KR í fyrsta skiptið eftir að Bojana Besic ákvað að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Ragna Lóa hafði áður verið aðstoðarþjálfari en hún mun stýra liðinu þangað til annað verður ákveðið.

KR fékk nokkur ágætis færi í leiknum og hélt boltanum meira og náði að koma inn marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

„Það var náttúrlega bara stórkostleg tilfinning. Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik. Ég verð bara að segja að ég elska þessar stelpur, þær eru bara stórkostlegar og halda spennu til loka. Þetta er það sem koma skal, við ætlum okkur að fara að taka fleiri stig því það býr miklu meira í þessu liði en að vera á botninum."





Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

KR liðið hefur verið að spila góða leiki án þess að ná að klára leikina en það breyttist í kvöld.

„Það er komin meiri leikgleði og ákveðni í liðið. Ég vissi það alltaf að við færum aldrei héðan nema með þrjú stig."

„Framhaldið leggst bara frábærlega í mig. Það er mikill hugur í stelpunum, þær eru komnar áfram í fjögurra liða úrslit í bikar og ætla að fara að týna stigin núna í deildinni. Þetta KR lið á eftir að sýna flotta hluti í sumar."
sagði Ragna Lóa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner