Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 09. júlí 2019 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ragna Lóa: Ég elska þessar stelpur
Kvenaboltinn
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 1-0 sigur á Stjörnunni í kvöld þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins.

„Þetta var alveg ótrúlega sætt og mér fannst við eiga þetta skilið. Við spiluðum ágætlega, hefðum mátt vera meira ógnandi efst uppi á vellinum en þetta hafðist og þetta var bara spenna út í eitt." sagði Ragna Lóa eftir leik, en hún var að stýra KR í fyrsta skiptið eftir að Bojana Besic ákvað að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Ragna Lóa hafði áður verið aðstoðarþjálfari en hún mun stýra liðinu þangað til annað verður ákveðið.

KR fékk nokkur ágætis færi í leiknum og hélt boltanum meira og náði að koma inn marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

„Það var náttúrlega bara stórkostleg tilfinning. Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik. Ég verð bara að segja að ég elska þessar stelpur, þær eru bara stórkostlegar og halda spennu til loka. Þetta er það sem koma skal, við ætlum okkur að fara að taka fleiri stig því það býr miklu meira í þessu liði en að vera á botninum."





Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

KR liðið hefur verið að spila góða leiki án þess að ná að klára leikina en það breyttist í kvöld.

„Það er komin meiri leikgleði og ákveðni í liðið. Ég vissi það alltaf að við færum aldrei héðan nema með þrjú stig."

„Framhaldið leggst bara frábærlega í mig. Það er mikill hugur í stelpunum, þær eru komnar áfram í fjögurra liða úrslit í bikar og ætla að fara að týna stigin núna í deildinni. Þetta KR lið á eftir að sýna flotta hluti í sumar."
sagði Ragna Lóa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner