Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 09. júlí 2019 22:16
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ragna Lóa: Ég elska þessar stelpur
Kvenaboltinn
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 1-0 sigur á Stjörnunni í kvöld þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins.

„Þetta var alveg ótrúlega sætt og mér fannst við eiga þetta skilið. Við spiluðum ágætlega, hefðum mátt vera meira ógnandi efst uppi á vellinum en þetta hafðist og þetta var bara spenna út í eitt." sagði Ragna Lóa eftir leik, en hún var að stýra KR í fyrsta skiptið eftir að Bojana Besic ákvað að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Ragna Lóa hafði áður verið aðstoðarþjálfari en hún mun stýra liðinu þangað til annað verður ákveðið.

KR fékk nokkur ágætis færi í leiknum og hélt boltanum meira og náði að koma inn marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

„Það var náttúrlega bara stórkostleg tilfinning. Við ætluðum okkur alltaf að vinna þennan leik. Ég verð bara að segja að ég elska þessar stelpur, þær eru bara stórkostlegar og halda spennu til loka. Þetta er það sem koma skal, við ætlum okkur að fara að taka fleiri stig því það býr miklu meira í þessu liði en að vera á botninum."





Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

KR liðið hefur verið að spila góða leiki án þess að ná að klára leikina en það breyttist í kvöld.

„Það er komin meiri leikgleði og ákveðni í liðið. Ég vissi það alltaf að við færum aldrei héðan nema með þrjú stig."

„Framhaldið leggst bara frábærlega í mig. Það er mikill hugur í stelpunum, þær eru komnar áfram í fjögurra liða úrslit í bikar og ætla að fara að týna stigin núna í deildinni. Þetta KR lið á eftir að sýna flotta hluti í sumar."
sagði Ragna Lóa að lokum.
Athugasemdir