Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   þri 09. ágúst 2022 17:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétarsson í fimm leikja bann
KA fær þá 100 þúsund króna sekt
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir hegðun og framkomu sína í garð dómara í leik KA og KR fyrir rúmri viku síðan. Arnar fékk að líta rautt spjald fyrir hegðun sína undir lok leiks og var það hans annað rauða spjald í sumar.

Hann fær því þrjá leiki í leikbann til viðbótar fyrir framkomu sína í kjölfar rauða spjaldsins. Arnar kallaði 'Fokking fáviti' á fjórða dómara leiksins eftir að hafa fengið rauða spjaldið.

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar er einnig greint frá því að KA sé sektað um 100 þúsund krónur vegna brottvísunar þjálfara og atvika eftir leik.

Sveinn Arnarsson, fjórði dómari leiksins, er búsettur á Akureyri og lágu leiðir hans og Arnars saman daginn eftir. Arnari var ekki runnin reiðin þá.

Arnar hefur þegar tekið út einn leik af banninu og á því fjóra leiki eftir.

Sjá einnig:
Arnar öskraði 'Fokking fáviti' á dómarann - „Hann gæti fengið lengra bann"

Ástbjörn Þórðarson (FH), Telmo Castanheira (ÍBV), Adam Ægir Pálsson (Keflavík), Magnús Þór Magnússon (Keflavík), Aron Kristófer Lárusson (KR), Theodór Elmar Bjarnason (KR), Dagur Austmann Hilmarsson (Leiknir), Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) og Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) voru úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga og Johannes Vall (ÍA) fékk einn leik í bann vegna brottvísunar.
Athugasemdir
banner
banner