Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 09. ágúst 2022 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perry: Við áttum ekki skilið að tapa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði fallbaráttuslag gegn Aftureldingu á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Þegar sex leikir eru eftir er liðið aðeins einu stigi frá fallsæti.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Afturelding

Afturelding skoraði strax eftir 30 sekúndur en Þór/KA var mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Perry McLachlan annar þjálfara Þórs/KA var að vonum svekktur að ná ekki að nýta það.

„Þær [Afturelding] eiga hrós skilið, þær vörðust eins og þær ættu lífið að leysa. Frammistaðan okkar var góð, bjuggum til helling af færum en náðum ekki að skora. Fengum ekki nógu mörg opin færi, þær vörðust með allar fyrir aftan boltann, við stjórnuðum leiknum og áttum meira skilið."

Perry var ánægður með tíman sem þær nýttu í EM hléinu en Þór/KA fór í æfingaferð til Tenerife.

„Þessi úrslit eftir hléið, fyrst gegn Val og svo þessi er blaut tuska í andlitið, ekki það sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir. Stelpurnar gerðu vel í dag og áttu ekki skilið að tapa en svona er fótboltinn, hann er grimmur," sagði Perry.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum í fallbaráttu, við höfum verk að vinna og höfum sex leiki til að klára það."


Athugasemdir
banner
banner