Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 09. ágúst 2022 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perry: Við áttum ekki skilið að tapa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði fallbaráttuslag gegn Aftureldingu á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Þegar sex leikir eru eftir er liðið aðeins einu stigi frá fallsæti.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Afturelding

Afturelding skoraði strax eftir 30 sekúndur en Þór/KA var mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Perry McLachlan annar þjálfara Þórs/KA var að vonum svekktur að ná ekki að nýta það.

„Þær [Afturelding] eiga hrós skilið, þær vörðust eins og þær ættu lífið að leysa. Frammistaðan okkar var góð, bjuggum til helling af færum en náðum ekki að skora. Fengum ekki nógu mörg opin færi, þær vörðust með allar fyrir aftan boltann, við stjórnuðum leiknum og áttum meira skilið."

Perry var ánægður með tíman sem þær nýttu í EM hléinu en Þór/KA fór í æfingaferð til Tenerife.

„Þessi úrslit eftir hléið, fyrst gegn Val og svo þessi er blaut tuska í andlitið, ekki það sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir. Stelpurnar gerðu vel í dag og áttu ekki skilið að tapa en svona er fótboltinn, hann er grimmur," sagði Perry.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum í fallbaráttu, við höfum verk að vinna og höfum sex leiki til að klára það."


Athugasemdir
banner
banner