Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   þri 09. ágúst 2022 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Perry: Við áttum ekki skilið að tapa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA tapaði fallbaráttuslag gegn Aftureldingu á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Þegar sex leikir eru eftir er liðið aðeins einu stigi frá fallsæti.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Afturelding

Afturelding skoraði strax eftir 30 sekúndur en Þór/KA var mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Perry McLachlan annar þjálfara Þórs/KA var að vonum svekktur að ná ekki að nýta það.

„Þær [Afturelding] eiga hrós skilið, þær vörðust eins og þær ættu lífið að leysa. Frammistaðan okkar var góð, bjuggum til helling af færum en náðum ekki að skora. Fengum ekki nógu mörg opin færi, þær vörðust með allar fyrir aftan boltann, við stjórnuðum leiknum og áttum meira skilið."

Perry var ánægður með tíman sem þær nýttu í EM hléinu en Þór/KA fór í æfingaferð til Tenerife.

„Þessi úrslit eftir hléið, fyrst gegn Val og svo þessi er blaut tuska í andlitið, ekki það sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir. Stelpurnar gerðu vel í dag og áttu ekki skilið að tapa en svona er fótboltinn, hann er grimmur," sagði Perry.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum í fallbaráttu, við höfum verk að vinna og höfum sex leiki til að klára það."


Athugasemdir