Það er komið að úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París en þar mætast heimamenn í Frakklandi og Spánn.
Spánverjar urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi í sumar og geta bætt öðrum titlinum í hús þetta sumarið í kvöld.
Spánn lagði Marokkó 2-1 í undanúrslitunum þar sem Fermin Lopez skoraði annað markið en hann hefur skorað fjögur mörk á mótinu til þessa. Frakkar unnu Egyptaland 3-1 þar sem Jean-Phillipe Mateta skoraði tvö mörk en hann hefur einnig skorað fjögur mörk alls.
Þeir munu þó varla vinna Marokkóann Soufiane Rahimi, í baráttunni um gullskóinn, sem skoraði átta mörk á mótinu.
Föstudagur 9. ágúst
16:00 Frakkland - Spánn
Athugasemdir