Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. september 2021 15:02
Elvar Geir Magnússon
Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg skýrist í næstu viku
Mynd: Guðmundur Svansson
Sænskir fjölmiðlar segja að framtíð Kolbeins Sigþórssonar hjá Gautaborg muni skýrast í næstu viku en félagið lét mál leikmannsins í skoðun og sendi hann í ótúmabundið leyfi.

Hann hefur því ekki æft með liðinu að undanförnu,

Sjá einnig:
Settu upp borða og krefjast þess að samningi Kolbeins verði rift

Kolbeinn hefur verið sakaður um ofbeldi í garð kvenna á skemmtistað í Reykjavík 2017 og málið hefur mikið verið í umræðunni hér á landi og svo í Svíþjóð í kjölfarið.

Hann átti að vera í íslenska landsliðinu í nýliðnum landsleikjaglugga en stjórn KSÍ ákvað að hann yrði tekinn úr hópnum eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í viðtali við RÚV og lýsti þar ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins.

Kol­beinn hef­ur skorað fjög­ur mörk og lagt upp önn­ur þrjú í sautján leikj­um í sænsku úr­vals­deild­inni á tíma­bil­inu.
Athugasemdir
banner
banner
banner