Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 09. september 2021 21:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sesselja Líf: Komnar á þann stað sem við eigum heima
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Bara geðveikt vel, þetta var bara svo geggjað flottur vinnusigur og liðsheildin er bara svo geggjuð og bara.. geggjað," sagði Sesselja Líf, fyrirliði Aftureldingar eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna eftir 4-0 sigur á FH.

Sesselja segir að það megi segja að þetta hafi verið draumatímabil. „Við ætluðum okkur náttúrulega alltaf upp en við vorum líka alveg tilbúnar að taka því sem kæmi, við lögðum okkur fram í alla leiki og svo varð það bara það sem skipti máli sem að gerðist efitr leikina. Við erum bara geggjað sáttar, þetta er bara svakalega flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Bjuggust þær við að fara upp fyrir mót?

„Já við gerðum það, við gerðum okkur samt líka alveg grein fyrir því að þetta yrði mjög jafnt tímabil sem þetta síðan var. Það voru allir í öllum en það er bara geggjað að klára þetta svona."

Sesselja segir liðsheildina vera lykillinn af árangrinum sem liðið hefur náð.

„Við erum líka búnar að æfa drulluvel alveg síðan við máttum byrja að æfa og síðan er liðsheildin bara búin að vera geggjuð og við erum búnar að vera að þjappa okkur saman, þetta er bara geggjað, liðsheildin er geggjuð og ég er stolt af þeim öllum, við erum bara svo geggjaðar."

Þessi árangur er þýðingarmikið fyrir þær og félagið.

„Við erum bara komnar á þann stað sem við eigum heima. Bara geggjað að geta sett okkur ný markmið og stærri, þetta er mjög þýðingarmikið."

Umgjörðin og stuðningurinn í Mosó var alveg frábær.

„Bara æðislegt. Líka bara geggjaðir áhorfendur, maður hefði ekki getað beðið um betri úrslitaleik í rauninni, þannig þetta er bara geggjað," sagði Sesselja Líf að lokum.


Athugasemdir
banner