Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 09. september 2021 21:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sesselja Líf: Komnar á þann stað sem við eigum heima
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Bara geðveikt vel, þetta var bara svo geggjað flottur vinnusigur og liðsheildin er bara svo geggjuð og bara.. geggjað," sagði Sesselja Líf, fyrirliði Aftureldingar eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna eftir 4-0 sigur á FH.

Sesselja segir að það megi segja að þetta hafi verið draumatímabil. „Við ætluðum okkur náttúrulega alltaf upp en við vorum líka alveg tilbúnar að taka því sem kæmi, við lögðum okkur fram í alla leiki og svo varð það bara það sem skipti máli sem að gerðist efitr leikina. Við erum bara geggjað sáttar, þetta er bara svakalega flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Bjuggust þær við að fara upp fyrir mót?

„Já við gerðum það, við gerðum okkur samt líka alveg grein fyrir því að þetta yrði mjög jafnt tímabil sem þetta síðan var. Það voru allir í öllum en það er bara geggjað að klára þetta svona."

Sesselja segir liðsheildina vera lykillinn af árangrinum sem liðið hefur náð.

„Við erum líka búnar að æfa drulluvel alveg síðan við máttum byrja að æfa og síðan er liðsheildin bara búin að vera geggjuð og við erum búnar að vera að þjappa okkur saman, þetta er bara geggjað, liðsheildin er geggjuð og ég er stolt af þeim öllum, við erum bara svo geggjaðar."

Þessi árangur er þýðingarmikið fyrir þær og félagið.

„Við erum bara komnar á þann stað sem við eigum heima. Bara geggjað að geta sett okkur ný markmið og stærri, þetta er mjög þýðingarmikið."

Umgjörðin og stuðningurinn í Mosó var alveg frábær.

„Bara æðislegt. Líka bara geggjaðir áhorfendur, maður hefði ekki getað beðið um betri úrslitaleik í rauninni, þannig þetta er bara geggjað," sagði Sesselja Líf að lokum.


Athugasemdir
banner
banner