Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 09. september 2021 21:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sesselja Líf: Komnar á þann stað sem við eigum heima
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Bara geðveikt vel, þetta var bara svo geggjað flottur vinnusigur og liðsheildin er bara svo geggjuð og bara.. geggjað," sagði Sesselja Líf, fyrirliði Aftureldingar eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna eftir 4-0 sigur á FH.

Sesselja segir að það megi segja að þetta hafi verið draumatímabil. „Við ætluðum okkur náttúrulega alltaf upp en við vorum líka alveg tilbúnar að taka því sem kæmi, við lögðum okkur fram í alla leiki og svo varð það bara það sem skipti máli sem að gerðist efitr leikina. Við erum bara geggjað sáttar, þetta er bara svakalega flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Bjuggust þær við að fara upp fyrir mót?

„Já við gerðum það, við gerðum okkur samt líka alveg grein fyrir því að þetta yrði mjög jafnt tímabil sem þetta síðan var. Það voru allir í öllum en það er bara geggjað að klára þetta svona."

Sesselja segir liðsheildina vera lykillinn af árangrinum sem liðið hefur náð.

„Við erum líka búnar að æfa drulluvel alveg síðan við máttum byrja að æfa og síðan er liðsheildin bara búin að vera geggjuð og við erum búnar að vera að þjappa okkur saman, þetta er bara geggjað, liðsheildin er geggjuð og ég er stolt af þeim öllum, við erum bara svo geggjaðar."

Þessi árangur er þýðingarmikið fyrir þær og félagið.

„Við erum bara komnar á þann stað sem við eigum heima. Bara geggjað að geta sett okkur ný markmið og stærri, þetta er mjög þýðingarmikið."

Umgjörðin og stuðningurinn í Mosó var alveg frábær.

„Bara æðislegt. Líka bara geggjaðir áhorfendur, maður hefði ekki getað beðið um betri úrslitaleik í rauninni, þannig þetta er bara geggjað," sagði Sesselja Líf að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner