Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fim 09. september 2021 21:43
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sesselja Líf: Komnar á þann stað sem við eigum heima
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, fyrirliði Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Bara geðveikt vel, þetta var bara svo geggjað flottur vinnusigur og liðsheildin er bara svo geggjuð og bara.. geggjað," sagði Sesselja Líf, fyrirliði Aftureldingar eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-Max deild kvenna eftir 4-0 sigur á FH.

Sesselja segir að það megi segja að þetta hafi verið draumatímabil. „Við ætluðum okkur náttúrulega alltaf upp en við vorum líka alveg tilbúnar að taka því sem kæmi, við lögðum okkur fram í alla leiki og svo varð það bara það sem skipti máli sem að gerðist efitr leikina. Við erum bara geggjað sáttar, þetta er bara svakalega flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 FH

Bjuggust þær við að fara upp fyrir mót?

„Já við gerðum það, við gerðum okkur samt líka alveg grein fyrir því að þetta yrði mjög jafnt tímabil sem þetta síðan var. Það voru allir í öllum en það er bara geggjað að klára þetta svona."

Sesselja segir liðsheildina vera lykillinn af árangrinum sem liðið hefur náð.

„Við erum líka búnar að æfa drulluvel alveg síðan við máttum byrja að æfa og síðan er liðsheildin bara búin að vera geggjuð og við erum búnar að vera að þjappa okkur saman, þetta er bara geggjað, liðsheildin er geggjuð og ég er stolt af þeim öllum, við erum bara svo geggjaðar."

Þessi árangur er þýðingarmikið fyrir þær og félagið.

„Við erum bara komnar á þann stað sem við eigum heima. Bara geggjað að geta sett okkur ný markmið og stærri, þetta er mjög þýðingarmikið."

Umgjörðin og stuðningurinn í Mosó var alveg frábær.

„Bara æðislegt. Líka bara geggjaðir áhorfendur, maður hefði ekki getað beðið um betri úrslitaleik í rauninni, þannig þetta er bara geggjað," sagði Sesselja Líf að lokum.


Athugasemdir