Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 09. október 2017 22:18
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jói Berg: Þvílíka ruglið að taka þennan riðil og pakka honum saman
Icelandair
Jóhann Berg fagnar marki sínu í kvöld
Jóhann Berg fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara yndislegt. Þetta verður ekki betra. Þvílíka ruglið að taka þennan riðil og pakka honum saman. Þetta er eini riðillinn sem var með fjögur lið á Evrópumótinu. Þetta var ótrúlega erfiður riðill og það voru ekki margir sem höfðu trú á því að við myndum vinna þennan riðil," sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-0 sigur Íslands gegn Kósóvó í kvöld.

Jóhann Berg var á skotskónum, annan leikinn í röð og skoraði hann seinna mark Íslands og gulltryggði farseðilinn til Rússlands næsta sumar.

„Þetta er stærra (en að komast á Evrópumótið í Frakklandi) og það voru margir sem höfðu kannski ekki trú á því að við myndum gera þetta sama aftur. Sérstaklega eftir að við fengum svona erfiðan riðil og það voru ekki margir sem trúðu því að við myndum vinna þennan riðil.

Jóhann Berg hrósaði starfsfólkinu í kringum landsliðið í hástert, sem og stuðningsmönnum Íslands.

„Þetta er ótrúlegt lið og það er ótrúleg umgjörð í kringum þetta. Allt starfsfólkið sem leggur mikla vinnu á sig í þetta og þau eiga þökk skilið fyrir allt sem þau gera fyrir okkur og stuðningsmennirnir fyrir að vera með okkur í þessu. Þessi heimavöllur hjá okkur er magnaður. Þetta er yndislegt."

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslendingum yfir undir lok fyrri hálfleiks og var það mikill léttir fyrir alla.

„Þetta fyrsta mark var gríðarlega mikilvægt. Þeir voru mikið með boltann. Þeir eru flottir í fótbolta og erfitt að brjóta þá niður. Fyrsta markið hjá Gylfa var mjög mikilvægt og þetta seinna mark kláraði leikinn. Tilfinningin er bara ólýsanleg."

Jóhann Berg var pollrólegur í viðtalinu og virtist ekki á honum að hann hefði skorað mark sem skaut Íslandi á heimsmeistaramótið í fótbolta, fámennast allra landa í sögunni. Það var þó ástæða fyrir því.

„Ég er búinn að taka þetta allt saman út eftir leik og inn í klefa. Við erum búnir að ná okkur aðeins niður fyrir kvöldið en við eigum eftir að skemmta okkur vel í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner