Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest að þeir Declan Rice, William Saliba og Leandro Trossard verða ekki með liðinu gegn Club Brugge í Meistaradeildinni á morgun.
Meiðslalisti Arsenal lengist með hverjum deginum en Arteta hefur nú tekið til ráða að hvíla Declan Rice, einn mikilvægasta leikmann liðsins, sem veiktist eftir leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Saliba er enn frá vegna meiðsla og þá meiddist Leandro Trossard gegn Aston Villa.
Þessir þrír leikmenn verða ekki með Arsenal á morgun sem hefur unnið alla leiki sína í deildarkeppni Meistaradeildarinnar til þessa.
„Declan var veikur og var í raun mjög veikur eftir síaðsta leik og ferðaðist því ekki með liðinu. Saliba er ekki með og sama á við um Trossard sem fékk annað högg á stað sem hann hefur áður fengið högg á. Ég býst ekki við því að hann verði lengi frá, en hann er alla vega frá í þessum leik,“ sagði Arteta.
Athugasemdir


