Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aston Villa vill fá Alysson
Alysson fyrir miðju.
Alysson fyrir miðju.
Mynd: EPA
Aston Villa skoðar möguleikann á því að kaupa Alysson frá brasilíska félaginu Gremio. Það er The Athletic sem segir frá.

Það er sagt frá því að búist sé við tilboði frá Villa í Alysson sem er 19 ára brasilískur hægri kantmaður. Hann er samningsbundinn Gremio til ársins 2029 og er metinn á fimm milljónir evra á Transfermarkt.

Hann á að baki þrjá leiki með U16 landslið Brasilíu og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp tvö í 31 leik fyrir Gremio.

í greininni kemur einnig fram að Aston Villa sé að skoða framherja fyrir komandi glugga til að styðja við Ollie Watkins.

Villa er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, þremur stigum á eftir Arsenal eftir 2-1 sigur á toppliðinu um helgina.
Athugasemdir
banner
banner