Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
banner
   þri 09. desember 2025 14:30
Kári Snorrason
Garnacho: Sé ekki eftir neinu
Mynd: EPA
Alejandro Garnacho, segist ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið Manchester United í sumar.

Hann gekk til liðs við Chelsea fyrir 40 milljónir punda í ágúst eftir að hafa þrýst á félagaskipti frá United, eftir að var ljóst að hann var ekki lengur í áformum Ruben Amorim.

Aðspurður um hvort að hann hefði einhverja eftirsjá svaraði Garnacho á einfaldan hátt: „Nei.“ Hann var því næst spurður hvort að hann væri vonsvikinn með vilskinaðinn við United svaraði hann aftur: „Nei.“

Garnacho bætti síðar við: „Stundum í lífinu þarf maður að breyta til til að taka skref fram á við eða bæta sig sem leikmaður.

Ég held að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn og líka rétta félagið. Þannig að þetta var auðveld ákvörðun.“

Athugasemdir