Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 10:00
Kári Snorrason
„Hefði ekki getað lifað með sjálfum mér hefði ég fallið með FH“
„Það að fara eitthvert annað poppaði ekki einu sinni upp í hausinn á mér.“
„Það að fara eitthvert annað poppaði ekki einu sinni upp í hausinn á mér.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Djöfullinn, það þarf eitthvað að gerast hérna svo að við skítum ekki alveg í deigið.“
„Djöfullinn, það þarf eitthvað að gerast hérna svo að við skítum ekki alveg í deigið.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Björn Daníel Sverrisson segir aldrei hafa komið til greina að spila fyrir annað félag en FH hérlendis. Eftir glæstan leikmannaferil hefur Björn ákveðið að snúa sér að þjálfun en hann var nýverið kynntur sem nýr þjálfari Sindra.

Fótbolti.net ræddi við Björn fyrir nokkrum vikum og ræddi við hann um tímana hjá FH.

„Maður er búinn að vera í FH síðan að maður var fimm ára. Ég er mjög tengdur klúbbnum og á marga vini þar. FH er ótrúlegt fyrirbæri, að því leytinu til að það koma leikmenn inn í klúbbinn og þeir eru fljótir að verða miklir FH-ingar.

Maður finnur það mikið með strákana sem hafa komið. Kjartan Kári, Ísak Óli og fleiri. Það að fara eitthvert annað poppaði ekki einu sinni upp í hausinn á mér. Það var ekki nema þegar ég kom heim að ég fékk tilboð frá öðru liði.“
Björn Daníel var orðaður við Val haustið 2018 en samdi við FH.

Fallbaráttan 2022
Björn var jafnframt spurður út í sumarið 2022 þegar FH hélt sér uppi á markatölu. Björn segir að hann hefði fagnað jafn mikið og þegar hann var Íslandsmeistari þegar þeir tryggðu sér áframhaldandi sæti í Bestu-deildinni.

„Tímabilið var þungt. Maður þurfti að leita djúpt til að sjá hvað væri í gangi. Þetta var 'soul searching' tímabil. Maður lærði alveg helling af þessu, eiginlega meira heldur en að vinna titla. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum með helvíti gott lið og einstaklinga.

Það var oft á tímabili eins og þetta vildi ekki falla með okkur. Mér leið eins og við værum betra liðið en um leið og við fengum á okkur mark þá hrundi allt. Svo var þessi trú - þú varst að spila fyrir FH og hafðir alltaf trú á að þetta myndi snúast okkur í hag, síðan gerðist þetta ekki.“

„Ég man þegar við gerðum jafntefli við Leikni upp í Breiðholti og ég og Steven Lennon klikkuðum báðir á víti. Þá hugsaði maður: Djöfullinn, það þarf eitthvað að gerast hérna svo að við skítum ekki alveg í deigið. Sem betur fer náðum við að snúa hlutunum við í Keflavík í næst síðustu umferðinni eftir að hafa verið 2-0 undir.

Ég fagnaði þessu eiginlega eins og við hefðum unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. Hefði ég fallið með FH einhvern tímann á ferlinum hefði ég ekki getað lifað með sjálfum mér,“
segir Björn Daníel sem átti tölfræðilega nokkuð gott tímabil fyrir utan markaskorun, en hann náði ekki að skora í Bestu deildinni tímabilið 2022.
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
Athugasemdir
banner
banner