Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Henry gagnrýnir Salah - „Þú verður að vernda félagið“
Thierry Henry og Jamie Carragher hafa báðir látið Salah heyra það
Thierry Henry og Jamie Carragher hafa báðir látið Salah heyra það
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Thierry Henry, einn besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah í garð Liverpool og liðsfélaga sína í Meistaradeildarþætti CBS í kvöld.

Salah hefur verið miðpunktur athyglinnar í þessari viku eftir umdeild ummæli sem hann lét falla í viðtali við skandinavíska fjölmiðla eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds um helgina.

Egyptinn lét allt flakka þar sem hann skaut á Arne Slot og Liverpool, og sagðist hafa fengið ósanngjarna meðferð. Þá ýjaði hann að því að hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik með Englandsmeisturunum.

Henry segir Salah hafa farið rangt að hlutunum.

„Ég átti mín vandamál með Wenger og með Guardiola, en heyrðir þú mig einhvern tímann ræða það opinberlega? Aldrei gerði ég það. Ég vildi vernda félagið.“

„Þú verður að vernda félagið, sama hvað. Það skiptir ekki máli hvað er í gangi innanbúðar þá verður þú að vernda félagið, liðsfélagana, stjórann og þjálfarateymið.“

„Þú getur verið reiður, pirraður og óssamála, en þú ræðir þetta ekki í fjölmiðlum sérstaklega þegar félagið er að ganga í gegnum erfiðan kafla.“

„Þú bíður og leysir málin innanbúðar og síðan þegar þú vilt fara og ræða þetta þá gerir þú það á rétta augnablikinu. Ég skil egó-ið og þennan pirring hjá Mo. Hann skorar 38 mörk og er síðan settur á bekkinn, en það kemur sá tími þar sem þú verður að setja liðið í forgang,“
sagði Henry á CBS.
Athugasemdir
banner