Troy Deeney, sérfræðingur BBC, hefur valið úrvalslið sitt frá síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, Liverpool og Chelsea töpuðu öll stigum en Manchester City minnkaði forskot Arsenal í tvö stig.
Markvörður: Bart Verbruggen (Brighton) - Var feiknasterkur í 1-1 jafntefli Brighton gegn West Ham. Átti fjórar, ef ekki fimm frábærar vörslur og hélt sínum mönnum inn í leiknum.
Varnarmaður: Matty Cash (Aston Villa) - Skoraði frábært mark og varðist vel í fræknum sigri Villa-manna á Arsenal. Flestir héldu að Lundúnarliðið myndi stinga af en Aston Villa sögðu ekki á okkar vakt.
Varnarmaður: Marc Guehi (Crystal Palace) - Skoraði sigurmarkið í sterkum útisigri Palace gegn Fulham. Guehi hefur verið frábær allt tímabilið og Liverpool gæti vel nýtt krafta hans.
Varnarmaður: Marco Senesi (Bournemouth) - Var frábær er Bournemouth tókst að halda Chelsea í skefjum í markalausu jafntefli liðanna. Senesi hefur komið frábærlega inn í lið Bournemouth eftir að þeir seldu tvo af sínum bestu miðvörðum í sumar.
Miðjumaður: Bruno Guimaraes (Newcastle) - Bruno er hjarta og sál Newcastle liðsins og hélt uppteknum hætti í sigri á Burnley. Skoraði frábært mark beint úr hornspyrnu.
Miðjumaður: Anton Stach (Leeds) - Stóð upp úr í liði Leeds í stórskemmtilegum leik gegn Liverpool. Jafnaði metin í stöðuna 2-2 og lagði upp jöfnunarmarkið.
Miðjumaður: Kiernan Dewsbury-Hall (Everton) - Mögulega kaup tímabilsins, hefur verið frábær það sem af er vetri. Var frábær í öruggum sigri Everton á Nottingham Forest og setti kirsuberið ofan á kökuna þegar hann skoraði þriðja markið.
Miðjumaður: Bruno Fernandes (Manchester United) - Ekki hægt að horfa framhjá Bruno, sem skoraði tvö mörk og lagði upp annað í öruggum sigri United á botnliði Úlfanna.
Sóknarmaður: Xavi Simons (Tottenham) - Hefur átt erfitt uppdráttar á Englandi en sýndi heldur betur gæðin sem hann býr yfir í öruggum sigri Tottenham á Brentford. Skoraði stórkostlegt mark og lagði einnig upp.
Sóknarmaður: Hugo Ekitike (Liverpool) - Þrátt fyrir að Liverpool liðið sé í dimmum dal þá steig Ekitike upp. Skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í sex marka jafntefli Liverpool og Leeds.
Sóknarmaður: Rayan Cherki (Manchester City) - Átti stórbrotna sendingu á Phil Foden í þriðja marki City. Það er alltaf gaman að horfa á Cherki og þar var engin undantekning gerð á um helgina.
Stjórinn: Unai Emery (Aston Villa) - Risastór sigur gegn sínu gamla gömlu vinnuveitendum í Arsenal. Sá spænski er vel að þessu kominn og á svo sannarlega þessa nafnbót skilið.
Athugasemdir


