Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 11:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool planar 38 milljóna tilboð - Stórlið horfa til Leipzig
Powerade
Singo til Liverpool?
Singo til Liverpool?
Mynd: EPA
Diomande í úrvalsdeildina.
Diomande í úrvalsdeildina.
Mynd: EPA
Yan Diomande er undir smásjá risaliða í ensku úrvalsdeildinni, Axel Disasi gæti farið til Frakklands og Newcastle fylgist með Alex Toth. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.



Liverpool og Manchester City fylgjast náið með Yan Diomande (19) vængmanni RB Leipzig. (Caughtoffside)

Lyon hefur áhuga á því að fá Axel Disasi (27) miðvörð Chelsea á láni. (L'Equipe)

Aston Villa hefur áhuga á Joaquin Panichelli (23) framherja Strasbourg. Chelsea og West Ham fylgjast líka með Argentínumanninum. (Teamtalk)

Leeds hefur sett sig í samband við Como út af mögulegum kaupum á Martin Baturina (23) miðjumanni ítalska liðsins. (Romano)

West Ham og Crystal Palace fylgjast með Samson Baidoo (21) varnarmanni Lens. (Teamtalk)

Alex Toth (20) skotmark Newcastle gæti verið falur á 15 milljónir punda. Miðjumaðurinn er samningsbundinn Ferencvaros til 2027. (Chronicle)

Newcastle horfir til Brasilíu í leit sinni að næstu bylgju af ungum og efnilegum leikmönnum. (ESPN)

Liverpool undirbýr 38 milljóna punda tilboð í Wilfried Singo (24) varnarmann Galatasaray. (Fotomac)
Athugasemdir