Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 09. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Amanda heimsækir Arsenal
Kvenaboltinn
Mynd: Gleðjum Saman
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í Meistaradeild kvenna í kvöld þar sem stórlið mæta til leiks.

Juventus heimsækir St. Pölten til Austurríkis í fyrsta leik dagsins en það eru sex stig sem skilja liðin að á stöðutöflunni eftir fjórar umferðir. Juve er með sjö stig og St. Pölten aðeins eitt.

Í kvöld eiga ríkjandi meistarar Arsenal svo heimaleik við hollenska félagið FC Twente. Amanda Jacobsen Andradóttir er samningsbundin Twente og lék 62 mínútur í sigri gegn Excelsior um helgina.

Twente trónir á toppi hollensku deildarinnar með 22 stig eftir 8 umferðir. Liðið er á svakakegri siglingu á upphafi deildartímabilsins en gengið hefur ekki verið jafn gott í Evrópu og það er heima, Twente er ekki með nema tvö stig eftir fjórar umferðir, á meðan ríkjandi meistarar Arsenal eiga sex stig.

Franska risaveldið PSG spilar við OH Leuven og að lokum eigast Real Madrid og Wolfsburg við í hörkuspennandi slag. Til gamans má geta að flest liðin sem mæta til leiks í dag og kvöld hafa verið með Íslendinga innanborðs í fortíðinni.

Leikir dagsins
17:45 St. Polten - Juventus
20:00 Arsenal - Twente
20:00 PSG - OH Leuven
20:00 Real Madrid - Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner