Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Endurkomusigur hjá Bayern
Lennart Karl skoraði í þriðja Meistaradeildarleiknum á tímabilinu
Lennart Karl skoraði í þriðja Meistaradeildarleiknum á tímabilinu
Mynd: EPA
Bayern 3 - 1 Sporting
0-1 Joshua Kimmich ('54 , sjálfsmark)
1-1 Serge Gnabry ('65 )
2-1 Lennart Karl ('69 )
3-1 Jonathan Tah ('77 )

Bayern München vann frábæran 3-1 endurkomusigur á Sporting Lisbon í 6. umferð í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á Allianz-Arena í kvöld.

Bæjarar lentu undir í München en aðstæður voru erfiðar fyrir bæði lið vegna gjörnings stuðningsmanna sem kveiktu í fleiri hundruð blysum sem fyllti allan leikvanginn af reyk.

Joshua Kimmich stýrði fyrirgjöf Sporting-manna í eigið net en heimamenn voru fljótir að taka við sér.

Serge Gnabry jafnaði metin á 65. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði þýska ungstirnið Lennart Karl annað markið og kom Bayern í forystu.

Jonathan Tah skoraði eftir frábærlega útfærða sókn. Kimmich kom með fyrirgjöfina á fjær á Gnabry sem skallaði boltann út í teiginn á Tah sem skaut boltanum í gegnum allan pakkann og í netið.

Bæjarar komu sér upp í annað sæti með 15 stig en Sporting í 9. sæti með 10 stig, en efstu átta fara beint í 16-liða úrslit keppninnar.
Athugasemdir