Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
banner
   þri 09. desember 2025 10:55
Kári Snorrason
Salah birtir mynd af sér á æfingasvæði Liverpool
Mohamed Salah er í kuldanum eftir umdeild viðtal.
Mohamed Salah er í kuldanum eftir umdeild viðtal.
Mynd: EPA
Mohamed Salah hefur birt mynd af sér einsömlum í ræktarsal Liverpool. Liðið er statt í Mílanó og undirbýr sig fyrir leik gegn Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

Salah var ekki valinn í leikmannahóp Liverpool fyrir leik kvöldsins, en hann var ómyrkur í máli eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds um helgina.

Í viðtalinu sagði hann finna fyrir vanvirðingu og tjáði fjölmiðlum að það væri eins og það sé verið að kasta honum fyrir rútuna útaf slæmu gengi Liverpool.

Salah birti myndina nú í morgunsárið inn í líkamsræktarsal Liverpool umkringdur lóðum. Færsluna má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner