Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Segja Cole Campbell á leið til Belgíu
Mynd: Borussia Dortmund
Belgíski miðillinn HLN segir að Club Brugge sé í viðræðum við Borussia Dortmund um kaup á bandaríska-íslenska vængmanninum Cole Campbell.

Cole er 19 ára gamall og verið á mála hjá Dortmund síðustu þrjú ár en hann kom til félagsins frá Breiðabliki.

Áður lék hann með FH-ingum og yngri landsliðum Íslands, en valdi að spila fyrir Bandaríkin. Faðir Cole er bandarískur en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem spilaði með Breiðabliki og lék 10 leiki fyrir Íslands hönd.

Cole spilaði sex leiki á síðustu leiktíð með aðalliði Dortmund en aðeins komið við sögu í einum leik á þessu tímabili.

Dortmund hafnaði tilboði 7 milljóna evra tilboði Stuttgart í sumar og sagðist binda miklar vonir við hann, en er nú reiðubúið að leyfa honum að fara.

HLN segir að Club Brugge í Belgíu sé í viðræðum við Dortmund og Cole, og miðar þeim viðræðum áfram. Samkvæmt miðlinum er fastlega gert ráð fyrir því að hann verði fyrstu kaup Ivan Leko sem tók við þjálfun liðsins á dögunum.

Talað er að Dortmund vilji fá að minnsta kosti 8 milljónir evra fyrir Cole sem er fastamaður í U20 ára landsliði Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner