Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 09. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Selfoss Íslandsmeistari innanhúss annað árið í röð
Kvenaboltinn
Selfoss-liðið sem vann í fyrra.
Selfoss-liðið sem vann í fyrra.
Mynd: KSÍ / Selfoss
Kvennalið Selfoss vann Íslandsmótið í innanhússfótbolta á sunnudaginn og lýkur keppni með fullt hús stiga.

Leikið var í Iðu á Selfossi og enduðu heimakonur með markatöluna 30-4.

KFR og Smári tóku einnig þátt í þriggja liða Íslandsmóti þar sem hvert lið spilaði fjóra leiki í heildina. Fyrri hluti mótsins fór fram á Hvolsvelli í nóvember.

Þetta er annað árið í röð sem Selfoss vinnur Íslandsmótið í innanhússfótbolta.

Mótið á vef KSÍ.
Athugasemdir
banner