Haukar ætla sér góða hluti á komandi tímabili, félagið hefur þegar sótt öfluga leikmenn og þjálfarateymi liðsins er ansi spennandi með Guðjón Pétur Lýðsson sem þjálfara, Pablo Punyed og Óskar Örn Hauksson sem aðstoðarþjálfara og Daða Lárusson sem markmannsþjálfara.
Þrír Haukamenn eru samningslausir og hafa verið orðaðir við heimkomu.
Það eru þeir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Aron Jóhannsson og Björgvin Stefánsson.
Allir eru þeir fæddir árið 1994 og léku saman tímabilin 2011-13 og aftur 2015.
Þrír Haukamenn eru samningslausir og hafa verið orðaðir við heimkomu.
Það eru þeir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Aron Jóhannsson og Björgvin Stefánsson.
Allir eru þeir fæddir árið 1994 og léku saman tímabilin 2011-13 og aftur 2015.
Samningi varnarmannsins Gunnlaugs Fannars við Keflavík var rift í haust og hann spilaði æfingaleik með Haukum á dögunum.
Miðjumaðurinn Aron Jóhannsson er samningslaus eftir tímabil með Aftureldingu í Bestu deildinni.
Framherjinn Björgvin Stefánsson skoraði fimm mörk með Gróttu i sumar en er samningslaus sem stendur.
Haukar hafa þegar krækt í Jón Arnar Barðdal, Ólaf Darra Sigurjónsson, Börk Bernharð Sigmundsson og Kára Vilberg Atlason ásamt Pablo, sem ætlar að spila áfram, í vetur.
Haukar enduðu í 7. sæti 2. deildinni í sumar.
Athugasemdir



