Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   þri 09. desember 2025 16:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Víkingur 
Þrír Víkingar framlengja út 2027
Kvenaboltinn
Emma Steinsen er búin að framlengja.
Emma Steinsen er búin að framlengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremenningarnir.
Þremenningarnir.
Mynd: Víkingur
Þrír leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Víkingi hafa framlengt samninga sína til ársloka 2027. Það eru þær Emma Steinsen Jónsdóttir, Kristín Erla Ó. Johnson og Rakel Sigurðardóttir. Fyrri samningar þeirra allra hefðu voru út þetta ár.

Emma er 22 ára varnarmaður sem kom í Víking fyrir tímabilið 2022 eftir að hafa verið hjá Val og spilað með Gróttu. Hún á að baki tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U23. Hún er lykilmaður í liði Víkings, byrjaði alla leikina í sumar og skoraði eitt mark.

Kristín Erla er 23 ára og kom í Víking fyrir tímabilið 2024 frá uppeldisfélaginu KR. Hún kom við sögu í ellefu leikjum með Víkingi seinni hluta tímabilsins eftir að hafa lokið háskólanámi við Wake Forest University.

Rakel er fædd varnarmaður sem fædd er árið 2007 og er uppalin hjá Breiðabliki en kom í Víking fyrir tímabilið 2024. Hún á að baki þrjá leiki fyrir U16. Rakel kom við sögu í sex leikjum með Víkingi í sumar.

„Það er mikið fagnaðarefni að framlengja samninga við þessa sterku leikmenn og halda þannig áfram í þeirri góðu vegferð sem félagið hefur verið á síðastliðin ár," segir í frétt á heimasíðu Víkings.
Athugasemdir
banner