Heimild: Bolt.fo
Færeyingar hyggjast taka upp myndbandsdómgæsluna VAR í Betri deildinni, efstu deild Færeyja, á næsta tímabili. Í fyrstu verður stefnt að hafa einn leik í hverri umferð með VAR.
Til að tryggja jafnrétti á meðal liðanna, munu öll lið fá jafn marga leiki með VAR. Þá verður útbúinn sérstakur VAR bíll með helstu tólum og tækjum.
Ásamt því verður bíllinn mannaður með einum VAR-dómara, einum aðstoðar VAR-dómara, einum tæknimanni og hugsanlega einum tæknimanni.
Yfirmaður dómaramála í Færeyjum segir vonast til að 8-10 færeyskir dómarar verði búnir að ljúka VAR-þjálfun þegar tímabilið hefst. Þegar eru nokkrir komnir með réttindin.
Hann segir jafnframt það verða sex myndavélar á leikjum með VAR, þar af tvær mannaðar.
Athugasemdir



