Bournemouth ætlar að gera allt til að reyna sannfæra Antoine Semenyo um að vera hjá félaginu út leiktíðina en þetta herma heimildir BBC.
Félagið hefur lítið að segja um framtíð Semenyo sem er með 65 milljóna punda kaupákvæði í samningnum í janúar og eru mörg félög búinn að sýna því áhuga að virkja ákvæðið.
Sky Sports sagði frá því að áhugi Tottenham er að magnast, en félagið mun fá samkeppni frá Arsenal, Liverpool og Manchester City.
Á BBC kemur fram að Bournemouth muni reyna að sannfæra Semenyo um að klára tímabilið og í staðinn selja hann á töluvert lægra verði í sumar. Einnig er það tilbúið til að leyfa honum að gera samkomulag við nýtt félag í janúar með því skilyrði að hann fari ekki fyrr en eftir HM næsta sumar.
Bournemouth er vel meðvitað um að Semenyo gæti farið í janúar og þegar farið að skoða mögulega arftaka hans, en ekki enn fundið rétta leikmanninn.
Athugasemdir

