Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 10. janúar 2023 12:11
Elvar Geir Magnússon
Davíð Viðars um komu Kjartans Henry: Hann er með FH „attitjúd“
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: FH
Fótbolti.net greindi frá því í nóvember að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefði áhuga á því að fá Kjartan Henry Finnbogason í sínar raðir. Í dag staðfesti félagið svo samning við Kjartan.

„Við erum virkilega ánægðir að fá Kjartan Henry til liðs við okkur. Hann kemur inn í þetta fullur af eldmóði eftir síðasta tímabil þar sem spiltíminn var af skornum skammti. Hann kemur inn með mikla reynslu, sigurhugarfar og gæði. Við erum með ungt lið og Kjartan mun, ásamt öðrum reyndari leikmönnum, vera mikilvægur hlekkur í því að fá þessa ungu leikmenn til að blómstra," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH við heimasíðu félagsins.

„Ég er handviss um það að Kjartan eigi eftir að gefa þessu FH-liði mikið á komandi tímabili, hann er mikill sigurvegari, elskar að skora mörk og er með FH „attitjúd“."

„Með komu Kjartans teljum við okkur vera mjög vel setta í framherjastöðunni með hann og Úlf Ágúst Björnsson sem kom virkilega sterkur inn seinni hluta tímabils í fyrra og var að framlengja við Fimleikafélagið."

Heimir Guðjónsson: Alltaf verið hrifinn af Kjartani
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, tjáði sig einnig við heimasíðu FH um komu Kjartans Henry.

„Hann gefur liðinu aukna breidd og er góður leikmaður sem við teljum að geti hjálpað liðinu. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani sem leikmanni og því sem hann kemur með að borðinu.“ En hversu mikilvægt er að fá svona sigurvegara inn í hópinn? „Auðvitað skiptir máli að vera með menn sem kunna að vinna og hafa unnið. Kjartan Henry er stór prófíll og karakter, sem getur látið gott af sér leiða til liðsins og sérstaklega til yngri leikmanna," segir Heimir.


Heimir Guðjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner