Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 10. janúar 2023 11:55
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry í FH (Staðfest) - Í treyju númer 9
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: FH
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
FH hefur staðfest eins árs samning við sóknarmanninn Kjartan Henry Finnbogason sem var félagslaus eftir að hafa yfirgefið KR í fyrra. Kjartan er 36 ára og uppalinn hjá KR. Það var mikið fjaðrafok þegar hann yfirgaf Vesturbæinn.

Kjartan fer í treyju númer 9 hjá FH, en Matthías Vilhjálmsson bar það númer áður en hann fór í Víking. Síðasta tímabil var erfitt fyrir FH sem var í fallbaráttu og endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið komst í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi.

Vanur að skora gegn FH en núna ætla ég mér að skora fyrir FH
„Tilfinningin er rosalega góð og vel tekið á móti mér. Ég er mjög ánægður." segir Kjartan Henry Finnbogason við miðla FH. Af hverju FH?

„Það er svo margt, hér eru frábærar aðstæður, spennandi leikmannahópur og þjálfarateymi sem heillar mig mikið. Maður finnur það strax að hér er fagmannlega staðið að hlutunum og mikil stemmning í félaginu og hjá stuðningsmönnum, maður sá það t.d. vel þegar Heimir var kynntur til leiks. Mér hefur yfirleitt gengið og liðið vel i Krikanum og sé ekki afhverju það ætti að verða einhver breyting á því. Síðan skemmir ekki fyrir að það er spilað og æft í Nike treyjum, svartar og hvítar og hefð fyrir titlum."

Hvað kemur þú með að borðinu inn í leikmannahóp FH?

„Ég kem með reynslu sem að ég vona að ég fái að miðla áfram til þeirra efnilegu leikmanna sem að hér eru, vinnusemi og vonandi helling af mörkum. Ég geri allt til að vinna og stundum of mikið."

Áttu einhverjar bestu og verstu minningar úr leikjum FH og KR?

,„Ég er fljótur að gleyma þessum leikjum, og ef að ég á að vera alveg hreinskilin að þá man ég ekki eftir neinni slæmri minningu úr leik gegn FH. En hinsvegar fullt af góðum. Ég var vanur að skora gegn FH en núna ætla ég mér að skora fyrir FH," segir Kjartan.

Tilkynning FH:
Kjartan Henry Finnbogason hefur gert samning við FH og mun spila með liðinu á komandi tímabili. Kjartan þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum, hann á glæstan feril bæði hérlendis og erlendis. Kjartan hefur skorað 49 mörk í efstu deild í 133 leikjum fyrir KR ásamt því að hafa skorað 64 mörk í 151 leik í efstu og næst efstu deild í Danmörku.

Við bjóðum Kjartan hjartanlega velkominn í Kaplakrika og sjá hann spila á iðagrænum Kaplakrikavelli eftir ekki svo langan tíma.


Athugasemdir
banner
banner