Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. febrúar 2018 16:31
Elvar Geir Magnússon
Rafmagnað andrúmsloft á ársþinginu - Gjá milli KSÍ og ÍTF?
Öllum lagabreytingatillögum frestað
Ársþing KSÍ var haldið á Hilton hótel Nordica í Reykjavík.
Ársþing KSÍ var haldið á Hilton hótel Nordica í Reykjavík.
Mynd: KSÍ
Guðni Bergsson hefur verið eitt ár sem formaður KSÍ.
Guðni Bergsson hefur verið eitt ár sem formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var rafmagnað andrúmsloft á 72. ársþingi KSÍ í dag þegar kom að því að fara yfir tillögur að lagabreytingum sambandsins.

Meðal þeirra tillagna sem stjórn KSÍ kom með var að kjörtímabil formanns yrði lengt úr tveimur árum í þrjú. Það yrði því kosið um æðsta sæti sambandsins á þriggja ára fresti í stað tveggja.

Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla, kom með breytingatillögu á lagabreytingunni. Nítján félög voru með í þeirri tillögu.

Með góðri einföldun fyrir lesendur má líkja ÍTF við eins konar stjórnarandstöðu við KSÍ.

ÍTF vildi meðal annars að kjörtímabil formanns yrði áfram tvö ár. Þá vinnur ÍTF að því að auka umsvif sín, meðal annars með því að hafa áheyrnafulltrúa á stjórnarfundum KSÍ.

ÍTF vill einnig að stærri félög fái fleiri atkvæði á ársþingi.

Á endanum var ákveðið að fallast frá lagabreytingum að þessu sinni og tillögunum frestað til næsta ársþings. Ljóst er að einhverjir fulltrúar þeirra nítján félaga sem voru með í ÍTF tillögunni hafa á endanum verið efins.

„Sá merkilegi atburður varð hér á þingi að ansi mörg lið hættu við að styðja eigin tillögu til lagbreytinga!!! Verður gaman á næsta ÍTF fundi...finnst nokkuð augljóst að þetta verði rætt!!! Stóra fréttin þó að lagabreytingar fara aftur inn í vinnsluferli...vonandi fær sá ferill meiri aðkomu félaganna," skrifar Magnús Þór Jónsson á Twitter en hann var einn af fulltrúum ÍR á þinginu.

„Er að myndast gjá milli KSÍ og ÍTF. Veit ekki hvort þetta verði fótboltanum til heilla. Samvinna verður erfið ef menn fresta alltaf átakamálum, menn verða að þora að taka slaginn/umræðuna. Annars verður stöðnun," skrifar Sævar Pétursson, fulltrúi frá KA á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner